Innlent

Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
„Okkur var reyndar spáð lakara gengi,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
„Okkur var reyndar spáð lakara gengi,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
„Við bara vissum að það væri á brattann að sækja fyrir okkur, þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur en þetta er ekki búið,“ segir Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í samtali við Vísi.

Samkvæmt fyrstu tölum tapar Samfylkingin tveimur mönnum í bæjarstjórn en hún hefur myndað meirihluta í bænum með Vinstri grænum.

„Okkur var reyndar spáð lakara gengi en jákvæða hliðin á þessu er að Hafnfirðingar eru þó að veita félagshyggju og jafnaðarflokkunum brautargengi þó að stuðningurinn dreifist á fleiri flokka núna heldur en í síðustu kosningum,“ segir Gunnar Axel.

„Það má líta á þetta sem ákveðinn varnarsigur en við vonumst auðvitað til þess að þetta breytist í lokatölum og við náum inn fjórða manni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×