Loka þurfti Vesturbæjarlaug rétt fyrir hádegi í dag vegna þess að rotta sást á sundlaugarbakkanum.
Hafliði Halldórsson, forstöðumaður laugarinnar, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Laugin var lokuð á meðan beðið var eftir því að meindýraeyðir gengi frá rottunni. Laugin opnaði aftur á fjórða tímanum.
