Innlent

Secret Solstice: Spenntastur fyrir Massive attack

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Massive attack er það sem ég er langspenntastur fyrir. Ég er mjög spenntur að kynnast nýjum artistum,“ segir Jens Ólafsson í hljómsveitinni Brain Police.

Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 20 til 22. júní næstkomandi. Fjöldinn allur af hljómsveitum koma til með að troða upp á hátíðinni og er Brain Police á meðal þeirra.

„Við eiginlega heimtuðum það að fá að vera með á hátíðinni útaf því að okkur finnst svo frábært að það sé að koma svona stórt festival hingað yfir sumartímann,“ segir Jens.

Um fimm hundruð manns munu starfa á hátíðinni og er þetta stærsta tónlistarhátíð sem haldin hefur verið á Íslandi.

Hér að ofan má sjá annan upphitunarþátt Secret Solstice. Í þættinum hittir Kjartan Atli Kjartansson tónlistarmennina Jens Ólafsson, Sigurjón Friðriksson og Friðrik Fannar Thorlacius.


Tengdar fréttir

Hátt í 500 starfsmenn á Secret Solstice

Carmen Jóhannsdóttir aðstoðarframleiðslustjóri fer yfir hvað verður hvar fyrsta þættinum af Secret Solstice: Upphitun, sem sýndur er hér á Vísi.

Enn bætist við á Secret Solstice

Átján nýir listamenn bætast við á dagskrá tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem fram fer dagana 20. til 22. júní í Laugardalnum í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×