Innlent

Segir Háskóla Íslands ekki eiga að fóstra pólitíska hópa

Jakob Bjarnar skrifar
Hannes Hólmsteinn prófessor og Brynjar Níelsson telja fulla ástæðu til að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands.
Hannes Hólmsteinn prófessor og Brynjar Níelsson telja fulla ástæðu til að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur tjáð þá skoðun sína að leggja beri kynjafræðideild Háskóla Íslands niður. Brynjar Níelsson tjáði sig um málið nú rétt í þessu á Facebook og setur fyrirvara á mál sitt, segir ekki vera alveg sammála Hannesi en, hann hafi lengi sagt að „fjárvana ríkisháskólar eigi ekki að fóstra pólitíska hópa í nafni fræða. Þá getum við alveg eins stofnað fræðasvið í marxískum fræðum eins og margir háskólar á vesturlöndum gerðu í eina tíða. Og bætt við rannsóknarstofnun í þeim merku fræðum.“

Vísir hefur þegar rætt við Kristínu Ástgeirdóttir, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, um málið og er fréttar um viðbrögð hennar við þessum skoðunum að vænta innan tíðar.

Uppfært: 12:43

Sjá hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×