Mat sérstaks saksóknara rangt – dómarnir áfall Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. júní 2014 10:06 Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara í kjölfar dómsuppkvaðningar í Aurum-málinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Eins og kunnugt er voru allir ákærðu sýknaðir. „Dómarnir hljóta að vera áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara. Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín. „Af þessum dómur tveimur verður ráðið, og það verður glöggt ráðið af þeim,“ ítrekar hún, „að það mat sérstaks saksóknara hafi verið rangt í þessum málum.“ Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningarnar í gær þar sem hann var erlendis en Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embættinu, segir að ákæruvaldið muni nú leggjast yfir dómana og taka ákvörðun um hvort að niðurstöðunum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta var ekki það sem var lagt upp með þannig að við getum ekki tjáð okkur um það,“ segir Arnþrúður. „En þetta er ekki það sem við fórum af stað með í málunum.“ Hún segir matið í þessum málum ekki hafa verið öðruvísi en gengur og gerist í sakamálum almennt. „Við vissulega tökum bara það mat sem er gert í öðrum sakamálum hvort það sé líklegt til sakfellis. Þess vegna förum við af stað með þau, í þessum tilvikum eru niðurstöðurnar ekki í samræmi við þetta mat.“ Í málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn þriggja dómara skilaði sérákvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Magnús Arnar og Jón Ásgeir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara í kjölfar dómsuppkvaðningar í Aurum-málinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Eins og kunnugt er voru allir ákærðu sýknaðir. „Dómarnir hljóta að vera áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara. Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín. „Af þessum dómur tveimur verður ráðið, og það verður glöggt ráðið af þeim,“ ítrekar hún, „að það mat sérstaks saksóknara hafi verið rangt í þessum málum.“ Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningarnar í gær þar sem hann var erlendis en Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embættinu, segir að ákæruvaldið muni nú leggjast yfir dómana og taka ákvörðun um hvort að niðurstöðunum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta var ekki það sem var lagt upp með þannig að við getum ekki tjáð okkur um það,“ segir Arnþrúður. „En þetta er ekki það sem við fórum af stað með í málunum.“ Hún segir matið í þessum málum ekki hafa verið öðruvísi en gengur og gerist í sakamálum almennt. „Við vissulega tökum bara það mat sem er gert í öðrum sakamálum hvort það sé líklegt til sakfellis. Þess vegna förum við af stað með þau, í þessum tilvikum eru niðurstöðurnar ekki í samræmi við þetta mat.“ Í málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn þriggja dómara skilaði sérákvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Magnús Arnar og Jón Ásgeir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57
Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35