Viðbrögð á TripAdvisor hreyfðu við útrás Gló Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júní 2014 10:35 Sólveig Eiríksdóttir ÞÞ Sólveig Eiríksdóttir, einn af eigendum Gló, segir að mikil og jákvæð viðbrögð og jákvæðar umsagnir útlendinga á TripAdvisor hafi hreyft við eigendum og fengið þau til að skoða opnun Gló í útlöndum. Sólveig, oft nefnd Solla á Grænum kosti eða Solla á Gló, hefur óvenjulegan bakgrunn því hún er lærður kennari og textílhönnuður sem hellti sér út í veitingabransann af krafti árið 1994. Solla er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Solla var valin besti hráfæðiskokkur í heimi árin 2011 og 2012 og núna eru þrír veitingastaðir reknir undir merki Gló. Í lok apríl var tilkynnt um að Birgir Þór Bieltdvedt athafnamaður og eiginkona hans hefðu keypt helmingshlut í Gló en þess var getið að Gló ætti möguleika á alþjóðlegum vexti vegna sérkenna sinna. Þá njóta vörur undir merkinu Himneskt mikilla vinsælda. Það hefur verið nefnt að Gló eigi möguleika á alþjóðlegum vexti. Er Gló að fara í útrás? „Þetta er Evrópa og Bandaríkin. Ég fer til Kaliforníu nokkrum sinnum á ári og það er svo merkilegt, eins og það er mikið af góðum stöðum þar, þá er Gló og sú hugmyndafræði sem staðurinn byggist á ekki mikið til staðar, aðeins svipað. (...) Eftir að við opnuðum Gló á Laugavegi byrjuðum við að fá svo ofboðslega flottar umsagnir á TripAdvisor. Síðan fáum við mjög mikið af tölvupósti þar sem við erum beðin að opna Gló hér og þar.“Birgir Þór Bieltvedt hefur séð tækifæri í alþjóðlegum vexti Gló? „Það sem okkur líkaði við hann er að hann er erlendis. Ég held að hann sé að setja upp Domino‘s í Noregi. Þar sem hann fer, eftir að hafa haft áhuga á þessum mat og verið fastagestur hjá okkur á Íslandi, þá sér hann tækifæri á þeim vettvangi þar sem hann er að setja upp aðra staði.“Velta Himneskt ehf. í ársreikningum fyrirtækisins endurspeglar engan veginn framboðið af þessum vörum í búðum Haga. „Himneskt er bara mitt fyrirtæki. Ég fæ bara ákveðna upphæð á mánuði við vinnu mína í vörumerkinu. Ég þarf að velja vörurnar.“Eru Hagar að borga þér of litla hlutdeild miðað við þessa miklu veltu með vörurnar? „Ég veit það nú ekki. Við setjum þetta á markaðinn og þetta nýtur velgengni.“Hversu mikils virði er Himneskt vörumerkið, sem almenningur tengir við þig? „Í ofboðslega mikilli einlægni, ég hef passað mig að vera eins hrein og heiðarleg og mögulegt er. Ég er með mína hugsjón og ég reyni að vera henni eins trú og ég get. Ég lifi þennan lífsstíl. Ég get sagt, þetta er mín reynsla.“Það er mikið af óhreinni matvöru í umferð, eins og matvöru með asesúlfam-K og aspartam, jafnvel þótt heilbrigðisyfirvöld hafi gefið grænt ljós á þessar vörur. Er þetta ekki dálítið sérstakt?„Ég held að við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða hagkerfið okkar og spyrja okkur: Hvað er hin raunverulega hagsæld. Ég held að ýmsu sé hleypt í gegn, ekki aðeins vegna rannsókna.“Viðtalið við Sollu í heild sinni má nálgast hér. Klinkið Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir, einn af eigendum Gló, segir að mikil og jákvæð viðbrögð og jákvæðar umsagnir útlendinga á TripAdvisor hafi hreyft við eigendum og fengið þau til að skoða opnun Gló í útlöndum. Sólveig, oft nefnd Solla á Grænum kosti eða Solla á Gló, hefur óvenjulegan bakgrunn því hún er lærður kennari og textílhönnuður sem hellti sér út í veitingabransann af krafti árið 1994. Solla er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Solla var valin besti hráfæðiskokkur í heimi árin 2011 og 2012 og núna eru þrír veitingastaðir reknir undir merki Gló. Í lok apríl var tilkynnt um að Birgir Þór Bieltdvedt athafnamaður og eiginkona hans hefðu keypt helmingshlut í Gló en þess var getið að Gló ætti möguleika á alþjóðlegum vexti vegna sérkenna sinna. Þá njóta vörur undir merkinu Himneskt mikilla vinsælda. Það hefur verið nefnt að Gló eigi möguleika á alþjóðlegum vexti. Er Gló að fara í útrás? „Þetta er Evrópa og Bandaríkin. Ég fer til Kaliforníu nokkrum sinnum á ári og það er svo merkilegt, eins og það er mikið af góðum stöðum þar, þá er Gló og sú hugmyndafræði sem staðurinn byggist á ekki mikið til staðar, aðeins svipað. (...) Eftir að við opnuðum Gló á Laugavegi byrjuðum við að fá svo ofboðslega flottar umsagnir á TripAdvisor. Síðan fáum við mjög mikið af tölvupósti þar sem við erum beðin að opna Gló hér og þar.“Birgir Þór Bieltvedt hefur séð tækifæri í alþjóðlegum vexti Gló? „Það sem okkur líkaði við hann er að hann er erlendis. Ég held að hann sé að setja upp Domino‘s í Noregi. Þar sem hann fer, eftir að hafa haft áhuga á þessum mat og verið fastagestur hjá okkur á Íslandi, þá sér hann tækifæri á þeim vettvangi þar sem hann er að setja upp aðra staði.“Velta Himneskt ehf. í ársreikningum fyrirtækisins endurspeglar engan veginn framboðið af þessum vörum í búðum Haga. „Himneskt er bara mitt fyrirtæki. Ég fæ bara ákveðna upphæð á mánuði við vinnu mína í vörumerkinu. Ég þarf að velja vörurnar.“Eru Hagar að borga þér of litla hlutdeild miðað við þessa miklu veltu með vörurnar? „Ég veit það nú ekki. Við setjum þetta á markaðinn og þetta nýtur velgengni.“Hversu mikils virði er Himneskt vörumerkið, sem almenningur tengir við þig? „Í ofboðslega mikilli einlægni, ég hef passað mig að vera eins hrein og heiðarleg og mögulegt er. Ég er með mína hugsjón og ég reyni að vera henni eins trú og ég get. Ég lifi þennan lífsstíl. Ég get sagt, þetta er mín reynsla.“Það er mikið af óhreinni matvöru í umferð, eins og matvöru með asesúlfam-K og aspartam, jafnvel þótt heilbrigðisyfirvöld hafi gefið grænt ljós á þessar vörur. Er þetta ekki dálítið sérstakt?„Ég held að við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða hagkerfið okkar og spyrja okkur: Hvað er hin raunverulega hagsæld. Ég held að ýmsu sé hleypt í gegn, ekki aðeins vegna rannsókna.“Viðtalið við Sollu í heild sinni má nálgast hér.
Klinkið Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17