Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2014 11:30 Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ. Vísir/Pjetur Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar KSÍ frá fundi hennar þann 11. apríl síðastliðinn en hún var nýlega birt á vef KSÍ. Þór og Dalvík/Reynir áttust við á Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar og vann fyrrnefnda liðið öruggan sigur, 7-0.Akureyri vikublað greindi frá því síðar í mánuðinum að grunsemdir hefðu vaknað um að leikmenn Þórs hafi veðjað á úrslit leiksins á erlendri vefsíðu. Þeir hafi lagt aukalega undir ef þriggja marka sigur eða stærri ynnist. Enn fremur kom fram að þeir sem hefðu mest grætt á braskinu hafi fengið á bilinu 100-150 þúsund krónur í vasann. Þessu var alfarið neitað í yfirlýsingu sem meistaraflokkur Þórs sendi frá sér 30. janúar. Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, sagði áðurnefnda frétt vera heimildarlausa slúðurfrétt í yfirlýsingunni.Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði í samtali við Fótbolta.net þann sama dag að óskað hefði verið eftir nánari upplýsingum frá félögum um málið. Þórir greindi svo frá því á fundi stjórnar KSÍ 11. apríl að það hefði engan árangur borið. Ætlunin hafi verið að leiða aðstoðar alþjóðlegra samtaka í rannsókninni en það hefði fallið um sjálft sig þegar félögin höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð, eins og fram kemur í yfirlýsingunni: „Framkvæmdastjóri greindi frá því að Þór og Dalvík/Reynir hefðu fengið sent bréf þar sem óskað var eftir frekari aðstoð félaganna við rannsókn á þeim ásökunum sem á leikmenn hafa verið bornar í fjölmiðlum um þátttöku þeirra í veðmáli á leik félaganna í janúar. Framkvæmdastjóri hafði leitað eftir aðstoð UEFA og SBIU í Englandi og var frekari rannsókn á málinu háð því að leikmenn og starfsmenn liðanna sem tóku þátt í umræddum leik veittu til þess skriflega heimild. Félögin höfnuðu frekari þátttöku við athugun á þessu máli og er því þar með lokið nema nýjar upplýsingar berist KSÍ,“ segir í fundargerðinni. Þór er í tíunda sæti Pepsi-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir en Dalvík/Reynir er í áttunda sæti 2. deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar KSÍ frá fundi hennar þann 11. apríl síðastliðinn en hún var nýlega birt á vef KSÍ. Þór og Dalvík/Reynir áttust við á Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar og vann fyrrnefnda liðið öruggan sigur, 7-0.Akureyri vikublað greindi frá því síðar í mánuðinum að grunsemdir hefðu vaknað um að leikmenn Þórs hafi veðjað á úrslit leiksins á erlendri vefsíðu. Þeir hafi lagt aukalega undir ef þriggja marka sigur eða stærri ynnist. Enn fremur kom fram að þeir sem hefðu mest grætt á braskinu hafi fengið á bilinu 100-150 þúsund krónur í vasann. Þessu var alfarið neitað í yfirlýsingu sem meistaraflokkur Þórs sendi frá sér 30. janúar. Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, sagði áðurnefnda frétt vera heimildarlausa slúðurfrétt í yfirlýsingunni.Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði í samtali við Fótbolta.net þann sama dag að óskað hefði verið eftir nánari upplýsingum frá félögum um málið. Þórir greindi svo frá því á fundi stjórnar KSÍ 11. apríl að það hefði engan árangur borið. Ætlunin hafi verið að leiða aðstoðar alþjóðlegra samtaka í rannsókninni en það hefði fallið um sjálft sig þegar félögin höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð, eins og fram kemur í yfirlýsingunni: „Framkvæmdastjóri greindi frá því að Þór og Dalvík/Reynir hefðu fengið sent bréf þar sem óskað var eftir frekari aðstoð félaganna við rannsókn á þeim ásökunum sem á leikmenn hafa verið bornar í fjölmiðlum um þátttöku þeirra í veðmáli á leik félaganna í janúar. Framkvæmdastjóri hafði leitað eftir aðstoð UEFA og SBIU í Englandi og var frekari rannsókn á málinu háð því að leikmenn og starfsmenn liðanna sem tóku þátt í umræddum leik veittu til þess skriflega heimild. Félögin höfnuðu frekari þátttöku við athugun á þessu máli og er því þar með lokið nema nýjar upplýsingar berist KSÍ,“ segir í fundargerðinni. Þór er í tíunda sæti Pepsi-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir en Dalvík/Reynir er í áttunda sæti 2. deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55
Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05