Innlent

Niðurstöður í rannsókn Hraunbæjarmálsins liggja fyrir í næstu viku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rannsóknin Hraunbæjarmálsins á lokastigi.
Rannsóknin Hraunbæjarmálsins á lokastigi. visir/vilhelm
Greinargerð ríkissaksóknara um Hraunbæjarmálið málið verður birt á heimasíðu embættisins föstudaginn 13. júní eftir hádegi en þetta staðfesti Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, við fréttastofu.

Umsátursástand varð í Hraunbænum í byrjun desember á síðasta ári þegar karlmaður skaut úr haglabyssu úr íbúð sinni.

Lögreglan var kölluð út að Hraunbæ um eitt leytið um nótt en maðurinn hóf að skjóta af byssu út um glugga.

Þegar lögreglan kom á vettvang skaut maðurinn á hana. Skot gengu á milli lögreglunnar og mannsins fram eftir nóttu.

Þetta var í fyrsta skipti sem maður lætur lífið af völdum skotvopna í átökum við lögreglu hér á landi.

Rannsakendur við Tæknideild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sinntu tæknirannsóknunum og hefur rannsókn ríkissaksóknara staðið yfir í hálft ár.


Tengdar fréttir

Skotárás: Hreinsunarstarf lögreglu mun taka viku áður en hægt er að rannsaka vettvang nánar

Hreinsun fer nú fram í íbúð mannsins sem skotinn var til bana í Árbænum og telja lögreglumenn að það geti tekið allt að viku áður en hægt er að rannsaka vettvanginn. Spurningar hafa vaknað í kjölfar málsins um eftirlit með félagsíbúðum og fólki sem lendir á gráu svæði innan kerfisins. María Lilja Þrastardóttir ræddi við systur manns, sem hafði verið látinn í félagsíbúð í viku þegar hann fannst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×