Bíó og sjónvarp

París norðursins á kvikmyndahátíð í Prag

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kvikmyndin París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, verður sýnd á alþjóðlegu Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Prag sem hefst þann 4. júlí og stendur til 12. júlí.

Er þetta í 49. sinn sem hátíðin er haldin og laðar hún að kvikmyndagerðarmenn alls staðar að úr heiminum sem og heimsfrægar Hollywood-stjörnur.

Tökum á París norðursins lauk í fyrra og fóru aðallega fram á Flateyri. Myndin fjallar um Huga sem býr í kyrrlátu þorpi úti á landi. Honum hefur tekist að finna þar skjól frá flækjum lífsins en allt fer í uppnám þegar hann fær símhringingu frá föður sínum.

Hafsteinn leikstýrði einnig myndinni Á annan veg. Sú var endurgerð í Bandaríkjunum undir nafninu Prince Avalanche og skartaði þeim Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.