Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-1 | Óli kvaddi Daníel Rúnarsson á Kópavogsvelli skrifar 2. júní 2014 15:50 Ólafur og arftakinn í lokaleik Ólafs. Vísir/stefán Breiðablik og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn var kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks. Ólafur kveður því Kópavogsliðið í fallsæti, með fjögur stig að loknum sex leikjum. Blikar eru því enn án sigurs í deildinni. Ekki óskastaða fyrir Guðmund Benediktsson sem tekur nú við starfi aðalþjálfara af Ólafi. Stjörnumenn eru hinsvegar taplausir í deildinni þetta tímabilið en eru þó vafalaust ósáttir við að fá einungis eitt stig út úr leiknum í kvöld. Blikar stilltu upp í mjög færanlegt 3-5-2 leikkerfi þar sem vængbakverðir sóttu hátt á völlinn en hjálpuðu einnig vel til í varnarvinnunni. Garðbæingar notuðust hinsvegar við 4-3-3 með þá Ólaf Karl Finsen, Jeppe Hansen og Veigar Pál Gunnarsson í sókninni. Leikurinn var opinn og fjörugur frá fyrstu mínútu þegar blikar fengu hættulegt færi eftir klaufagang hjá Ingvari Jónssyni í marki Stjörnunnar. Liðin skiptust á að sækja að marki þó sóknaraðgerðir Stjörnumanna hafi verið markvissari og hættulegri. Á 19. mínútu skoraði Niclas Vemmelund stórglæsilegt mark með skoti frá vítateigshorni beint upp í vinkilinn fjær eftir sendingu frá Veigari Pál Gunnarssyni. Óverjandi fyrir Gunnleif í markinu. Veigar Páll átti mjög góðan leik í kvöld og var mikilvægasti hlekkurinn í sóknarleik gestanna úr Garðabæ. Veigar lék allan leikinn í kvöld og það er ljóst að hann er að komast í mjög gott leikform sem gæti reynst Stjörnumönnum afar dýrmætt í sumar. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur þó áhorfendur hafi varla haft yfir neinu að kvarta. Töluverð harka færðist í leikinn og þurfti ágætur dómari leiksins, Kristinn Jakobsson, ítrekað að teygja sig í brjóstvasann eftir gula spjaldinu. Stjörnumenn höfðu frumkvæðið framan af en þegar líða tók á leikinn jókst pressa heimamanna töluvert. Hún bar loks árangur á 74. mínútu þegar Elvar Páll Sigurðsson skoraði og jafnaði þar með leikinn eftir stoðsendingu frá Tómasi Óla Garðarssyni. Skömmu síðar fékk Árni Vilhjálmsson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Með því fjöruðu möguleikar blika á að sækja öll þrjú stigin út í sandinn. Bæði lið fengu möguleika á að skora sigurmark á lokamínútum leiksins. Blikinn Tómas Óli Garðarsson komst í hættulegt færi eftir misheppnað skot liðsfélaga síns og Niclas Vemmelund fékk jafnframt fínt færi fyrir Stjörnumenn sem hann nýtti ekki. Svo fór að lokum að liðin skildu jöfn, 1-1. Ungur leikmaður í liði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, vakti athygli fyrir góða frammistöðu en hann er fæddur árið 1994. Höskuldur lék í hægri vængbakverði og skilaði því hlutverki afar vel. Efnilegur leikmaður þar á ferð. Eins og áður sagði var Veigar Páll Gunnarsson afar góður í liði Stjörnunnar og var hann maður leiksins að mati Vísis. Viðtöl væntanleg síðar í kvöld.Ólafur Kristjánsson: Tók við í fallsæti og skila liðinu í fallsæti Kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar með Breiðabliksliðið fór ekki eins vel og hann hefði vafalaust óskað. En var tilfinningaþrungin stund inni í klefa að leik loknum? „Ekki beint þrungin. Margir hlutir í lífinu eru meira tilfinningaþrungnir en þetta, en þetta kemur þó við viðkvæmar sálir, eins og ég er. Nú er maður svona að átta sig á því að þessu tímabili er lokið. " En hvað fannst Ólafi um leikinn í kvöld? „Ég er hundfúll með að hafa ekki náð að skila sigri og fleiri stigum. Mér fannst menn vera að reyna. Fyrri hálfleikur einkenndist af því að við erum lið sem er búið að vera í vandræðum í upphafi móts, ákveðin vandræði á okkur. En ég er ánægður með að við komum til baka eftir að hafa lent undir. Það er það sem ég hef viljað sjá og vil sjá í framtíðinni hjá Breiðabliksliðinu, að gefast aldrei upp. Ég er sannfærður um að ef menn hafa það hugarfar þá munu fleiri stig koma í hús." Fjögur stig eftir sex leiki er rýr uppskera hjá Breiðablik. Hvað hefur helst vantað í leik liðsins? „Það hefur helst vantað uppá bæði að skapa færi og svo nýta þau færi sem hafa gefist. En oft hefur bara vantað herslumuninn uppá til að hala inn fleiri stig." „Ég tók við liðinu í fallsæti á sínum tíma og skila því af mér í fallsæti, þannig að hringnum er lokað. En auðvitað er það hundfúlt að vera ekki með fleiri stig. Það er enginn svekktari með það en ég, og ég ber fulla ábyrgð á því - eins og velgengninni þegar hún kom." Ólafur samdi við FC Nordsjælland fyrir tímabilið en stýrði liðinu samt sem áður í fyrstu sex leikjunum í deildinni. Hafði það áhrif að hans mati og vildi hann hætta fyrr? „Ég hafði ekkert val um það. Ég er með samning og ég uppfylli bara mínar skyldur með glöðu gleði. En ef þú spyrð mig þá tengist gengi liðsins ekkert því að ég sé að fara út. Ef þú spyrð mig þá tengist þetta [gengi liðsins] ekkert því að ég sé að fara út. Ef liðið hefði verið með fjögur stig og ég ekki með liðið þessa sex leiki og Gummi hefði staðið hérna þá hefði spurningin sennilega verið hvort það hefði ekki verið rangt að hann hafi tekið við liðinu strax." Guðmundur Benediktsson tekur nú við Breiðabliksliðinu. Hvaða möguleika telur Ólafur liðið eiga það sem eftir lifir tímabils? „Liðið á hellings möguleika. Leiðin getur bara legið uppá við. Fallsæti í byrjun júní þarf ekki að þýða fallsæti í lok móts. Það býr mikið í liðinu og það verður spennandi að sjá Guðmund glíma við verkefnið sem er framundan."Rúnar Páll: Hundsvekktur með að ná ekki í þrjú stig Þjálfari Stjörnumanna, Rúnar Páll, var hundsvekktur við leikslok. „Mér fannst við vera betra liðið í þessum leik og erum hundsvekktir með að ná ekki í þrjú stig. Við ákváðum að setja pressu á þá og það gekk ágætlega, skoruðum mark og þeir sköpuðu sér ekkert mikið af færum í fyrri hálfleik. Þeir náðu hinsvegar að pota honum inn í seinni hálfleik." „Í stöðunni 1-0 fengum við alveg 3-4 færi til að skora annað markið, það hefði verið helvíti sætt að ná því. En í staðinn fáum við svona drullumark á okkur þar sem mínir menn eru ekki með einbeitingu fyrir framan eigið mark." sagði sár og svekktur Rúnar. Garðbæingar eru nú með 12 stig að loknum sex umferðum, er það fyrir ofan eða neðan áætlanir þeirra um stigasöfnun? „Það eru engar áætlanir um stig. Við reynum að fara inn í hvern leik til að vinna hann. Við erum taplausir og það er ágætt en maður fær bara svo lítið fyrir þessi jafntefli. Ég hefði viljað fá þrjú stig hér í kvöld og þá hefði ég verið sáttur við stigasöfnunina í sumar." sagði Rúnar. Undirrituðum þótti Veigar Páll eiga góðan leik og jafnvel sinn besta í sumar. „Ég er ekki sammála því. Hann var fínn en ég hef oft séð hann betri." bætti Rúnar við að lokum.Gunnleifur Gunnleifsson: Ekki bara góður þjálfari heldur líka góður vinur Við spurðum reynsluboltann Gunnleif Gunnleifsson um fyrstu viðbrögð við því að nú væri tímabili Ólafs Kristjánssonar sem þjálfara Breiðabliks lokið. „Ég er auðvitað bara búinn að vera hér í tæp tvö ár. En ég hef kynnst strúktúrnum hér í Breiðablik og fagmennskunni. Hér eru allir að róa í sömu átt og í þessu öllu á Óli afskaplega mikinn þátt. Svo er það hitt að ég ber rosalega mikla virðingu fyrir Óla. Hann er góður gæi, alltaf tilbúinn að hjálpa þeim sem leita til hans og fyrst og fremst vil ég bara sýna honum mína virðingu og þakklæti fyrir að vera ekki bara frábær þjálfari heldur toppmaður og góður vinur." sagði Gunnleifur við Vísi eftir leik. Guðmundur Benediktsson sem verið hefur aðstoðarþjálfari tekur nú við sem aðalþjálfari með Willum Þór Þórsson sér til aðstoðar. Hvernig lýst Gunnleifi á það? „Mér líst vel á það, báðir eru þeir toppmenn. Gummi þekkir auðvitað ágætlega til hérna og kann á strúktúrinn. Willum er margreyndur og veit nákvæmlega hvað hann vill. Ég hlakka bara til að vinna með þeim." sagði Gunnleifur að lokum.Olgeir Sigurgeirsson: Sárt að horfa á eftir Óla Sá leikmaður sem líklega hefur unnið lengst með Ólafi Kristjánssyni fráfarandi þjálfara Blika er Olgeir Sigurgeirsson. Olgeir á vel á þriðja hundrað leiki með Breiðablik og hefur verið hjá liðinu öll þau átta ár sem Ólafur hefur þjálfað það. Hver er hans skoðun á ferli Ólafs hjá Breiðablik? „Óli er náttúrulega búinn að gjörbylta þessum klúbb. Ekkert bara meistarflokknum, heldur líka yngri flokkum. Hér er allt orðið mjög faglegt, sem það var ekki áður en hann tók við. Handbragð hans er á öllu. Breiðablik var jójó lið, fór upp og niður, og hann er búinn að gera liðið að meira en stöðugu úrvalsdeildarliði, er í dag eitt af toppliðum landsins. Breiðablik er líka komið með sinn eigin stíl, sem Óli hefur búið til að miklu leyti." Mun Olgeir sakna Ólafs nú þegar Ólafur heldur á vit ævintýranna í Danmörku? „Heldur betur. Það verður mikil eftirsjá af Óla. Ég er búinn að vinna með honum nánast daglega í átta ár og á þeim tíma bindast menn tilfinningaböndum og að sjálfsögðu komum við til með að sakna hans. Það verður sárt að horfa á eftir honum."vísir/stefánvísir/stefánvísir/stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Breiðablik og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn var kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks. Ólafur kveður því Kópavogsliðið í fallsæti, með fjögur stig að loknum sex leikjum. Blikar eru því enn án sigurs í deildinni. Ekki óskastaða fyrir Guðmund Benediktsson sem tekur nú við starfi aðalþjálfara af Ólafi. Stjörnumenn eru hinsvegar taplausir í deildinni þetta tímabilið en eru þó vafalaust ósáttir við að fá einungis eitt stig út úr leiknum í kvöld. Blikar stilltu upp í mjög færanlegt 3-5-2 leikkerfi þar sem vængbakverðir sóttu hátt á völlinn en hjálpuðu einnig vel til í varnarvinnunni. Garðbæingar notuðust hinsvegar við 4-3-3 með þá Ólaf Karl Finsen, Jeppe Hansen og Veigar Pál Gunnarsson í sókninni. Leikurinn var opinn og fjörugur frá fyrstu mínútu þegar blikar fengu hættulegt færi eftir klaufagang hjá Ingvari Jónssyni í marki Stjörnunnar. Liðin skiptust á að sækja að marki þó sóknaraðgerðir Stjörnumanna hafi verið markvissari og hættulegri. Á 19. mínútu skoraði Niclas Vemmelund stórglæsilegt mark með skoti frá vítateigshorni beint upp í vinkilinn fjær eftir sendingu frá Veigari Pál Gunnarssyni. Óverjandi fyrir Gunnleif í markinu. Veigar Páll átti mjög góðan leik í kvöld og var mikilvægasti hlekkurinn í sóknarleik gestanna úr Garðabæ. Veigar lék allan leikinn í kvöld og það er ljóst að hann er að komast í mjög gott leikform sem gæti reynst Stjörnumönnum afar dýrmætt í sumar. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur þó áhorfendur hafi varla haft yfir neinu að kvarta. Töluverð harka færðist í leikinn og þurfti ágætur dómari leiksins, Kristinn Jakobsson, ítrekað að teygja sig í brjóstvasann eftir gula spjaldinu. Stjörnumenn höfðu frumkvæðið framan af en þegar líða tók á leikinn jókst pressa heimamanna töluvert. Hún bar loks árangur á 74. mínútu þegar Elvar Páll Sigurðsson skoraði og jafnaði þar með leikinn eftir stoðsendingu frá Tómasi Óla Garðarssyni. Skömmu síðar fékk Árni Vilhjálmsson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Með því fjöruðu möguleikar blika á að sækja öll þrjú stigin út í sandinn. Bæði lið fengu möguleika á að skora sigurmark á lokamínútum leiksins. Blikinn Tómas Óli Garðarsson komst í hættulegt færi eftir misheppnað skot liðsfélaga síns og Niclas Vemmelund fékk jafnframt fínt færi fyrir Stjörnumenn sem hann nýtti ekki. Svo fór að lokum að liðin skildu jöfn, 1-1. Ungur leikmaður í liði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, vakti athygli fyrir góða frammistöðu en hann er fæddur árið 1994. Höskuldur lék í hægri vængbakverði og skilaði því hlutverki afar vel. Efnilegur leikmaður þar á ferð. Eins og áður sagði var Veigar Páll Gunnarsson afar góður í liði Stjörnunnar og var hann maður leiksins að mati Vísis. Viðtöl væntanleg síðar í kvöld.Ólafur Kristjánsson: Tók við í fallsæti og skila liðinu í fallsæti Kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar með Breiðabliksliðið fór ekki eins vel og hann hefði vafalaust óskað. En var tilfinningaþrungin stund inni í klefa að leik loknum? „Ekki beint þrungin. Margir hlutir í lífinu eru meira tilfinningaþrungnir en þetta, en þetta kemur þó við viðkvæmar sálir, eins og ég er. Nú er maður svona að átta sig á því að þessu tímabili er lokið. " En hvað fannst Ólafi um leikinn í kvöld? „Ég er hundfúll með að hafa ekki náð að skila sigri og fleiri stigum. Mér fannst menn vera að reyna. Fyrri hálfleikur einkenndist af því að við erum lið sem er búið að vera í vandræðum í upphafi móts, ákveðin vandræði á okkur. En ég er ánægður með að við komum til baka eftir að hafa lent undir. Það er það sem ég hef viljað sjá og vil sjá í framtíðinni hjá Breiðabliksliðinu, að gefast aldrei upp. Ég er sannfærður um að ef menn hafa það hugarfar þá munu fleiri stig koma í hús." Fjögur stig eftir sex leiki er rýr uppskera hjá Breiðablik. Hvað hefur helst vantað í leik liðsins? „Það hefur helst vantað uppá bæði að skapa færi og svo nýta þau færi sem hafa gefist. En oft hefur bara vantað herslumuninn uppá til að hala inn fleiri stig." „Ég tók við liðinu í fallsæti á sínum tíma og skila því af mér í fallsæti, þannig að hringnum er lokað. En auðvitað er það hundfúlt að vera ekki með fleiri stig. Það er enginn svekktari með það en ég, og ég ber fulla ábyrgð á því - eins og velgengninni þegar hún kom." Ólafur samdi við FC Nordsjælland fyrir tímabilið en stýrði liðinu samt sem áður í fyrstu sex leikjunum í deildinni. Hafði það áhrif að hans mati og vildi hann hætta fyrr? „Ég hafði ekkert val um það. Ég er með samning og ég uppfylli bara mínar skyldur með glöðu gleði. En ef þú spyrð mig þá tengist gengi liðsins ekkert því að ég sé að fara út. Ef þú spyrð mig þá tengist þetta [gengi liðsins] ekkert því að ég sé að fara út. Ef liðið hefði verið með fjögur stig og ég ekki með liðið þessa sex leiki og Gummi hefði staðið hérna þá hefði spurningin sennilega verið hvort það hefði ekki verið rangt að hann hafi tekið við liðinu strax." Guðmundur Benediktsson tekur nú við Breiðabliksliðinu. Hvaða möguleika telur Ólafur liðið eiga það sem eftir lifir tímabils? „Liðið á hellings möguleika. Leiðin getur bara legið uppá við. Fallsæti í byrjun júní þarf ekki að þýða fallsæti í lok móts. Það býr mikið í liðinu og það verður spennandi að sjá Guðmund glíma við verkefnið sem er framundan."Rúnar Páll: Hundsvekktur með að ná ekki í þrjú stig Þjálfari Stjörnumanna, Rúnar Páll, var hundsvekktur við leikslok. „Mér fannst við vera betra liðið í þessum leik og erum hundsvekktir með að ná ekki í þrjú stig. Við ákváðum að setja pressu á þá og það gekk ágætlega, skoruðum mark og þeir sköpuðu sér ekkert mikið af færum í fyrri hálfleik. Þeir náðu hinsvegar að pota honum inn í seinni hálfleik." „Í stöðunni 1-0 fengum við alveg 3-4 færi til að skora annað markið, það hefði verið helvíti sætt að ná því. En í staðinn fáum við svona drullumark á okkur þar sem mínir menn eru ekki með einbeitingu fyrir framan eigið mark." sagði sár og svekktur Rúnar. Garðbæingar eru nú með 12 stig að loknum sex umferðum, er það fyrir ofan eða neðan áætlanir þeirra um stigasöfnun? „Það eru engar áætlanir um stig. Við reynum að fara inn í hvern leik til að vinna hann. Við erum taplausir og það er ágætt en maður fær bara svo lítið fyrir þessi jafntefli. Ég hefði viljað fá þrjú stig hér í kvöld og þá hefði ég verið sáttur við stigasöfnunina í sumar." sagði Rúnar. Undirrituðum þótti Veigar Páll eiga góðan leik og jafnvel sinn besta í sumar. „Ég er ekki sammála því. Hann var fínn en ég hef oft séð hann betri." bætti Rúnar við að lokum.Gunnleifur Gunnleifsson: Ekki bara góður þjálfari heldur líka góður vinur Við spurðum reynsluboltann Gunnleif Gunnleifsson um fyrstu viðbrögð við því að nú væri tímabili Ólafs Kristjánssonar sem þjálfara Breiðabliks lokið. „Ég er auðvitað bara búinn að vera hér í tæp tvö ár. En ég hef kynnst strúktúrnum hér í Breiðablik og fagmennskunni. Hér eru allir að róa í sömu átt og í þessu öllu á Óli afskaplega mikinn þátt. Svo er það hitt að ég ber rosalega mikla virðingu fyrir Óla. Hann er góður gæi, alltaf tilbúinn að hjálpa þeim sem leita til hans og fyrst og fremst vil ég bara sýna honum mína virðingu og þakklæti fyrir að vera ekki bara frábær þjálfari heldur toppmaður og góður vinur." sagði Gunnleifur við Vísi eftir leik. Guðmundur Benediktsson sem verið hefur aðstoðarþjálfari tekur nú við sem aðalþjálfari með Willum Þór Þórsson sér til aðstoðar. Hvernig lýst Gunnleifi á það? „Mér líst vel á það, báðir eru þeir toppmenn. Gummi þekkir auðvitað ágætlega til hérna og kann á strúktúrinn. Willum er margreyndur og veit nákvæmlega hvað hann vill. Ég hlakka bara til að vinna með þeim." sagði Gunnleifur að lokum.Olgeir Sigurgeirsson: Sárt að horfa á eftir Óla Sá leikmaður sem líklega hefur unnið lengst með Ólafi Kristjánssyni fráfarandi þjálfara Blika er Olgeir Sigurgeirsson. Olgeir á vel á þriðja hundrað leiki með Breiðablik og hefur verið hjá liðinu öll þau átta ár sem Ólafur hefur þjálfað það. Hver er hans skoðun á ferli Ólafs hjá Breiðablik? „Óli er náttúrulega búinn að gjörbylta þessum klúbb. Ekkert bara meistarflokknum, heldur líka yngri flokkum. Hér er allt orðið mjög faglegt, sem það var ekki áður en hann tók við. Handbragð hans er á öllu. Breiðablik var jójó lið, fór upp og niður, og hann er búinn að gera liðið að meira en stöðugu úrvalsdeildarliði, er í dag eitt af toppliðum landsins. Breiðablik er líka komið með sinn eigin stíl, sem Óli hefur búið til að miklu leyti." Mun Olgeir sakna Ólafs nú þegar Ólafur heldur á vit ævintýranna í Danmörku? „Heldur betur. Það verður mikil eftirsjá af Óla. Ég er búinn að vinna með honum nánast daglega í átta ár og á þeim tíma bindast menn tilfinningaböndum og að sjálfsögðu komum við til með að sakna hans. Það verður sárt að horfa á eftir honum."vísir/stefánvísir/stefánvísir/stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira