Loksins brosti Dagur Sigurðsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 10:01 Króötum þykir Dagur Sigurðsson vera mjög alvörugefinn en hann brosti eftir frábæran sigur á Frökkum í undanúrslitleik HM. Getty/Luka Stanzl Króatískir fjölmiðlamenn hafa saknað þess hversu Dagur Sigurðsson hefur brosað lítið síðan að hann tók við handboltalandsliði þeirra. Dagur hefur verið að gera frábæra hluti með króatíska landsliðið á heimsmeistaramótinu í ár og hefur hjálpað liðinu að komast upp úr lægð síðustu ára. Fréttamenn króatíska miðilsins 24 Sata eru í hópi þeirra sem vildu sjá landsliðsþjálfarann brosa meira en þeir fögnuðu því sérstaklega að sjá bros íslenska þjálfarans eftir sigur Króatíu á Frakklandi í undanúrslitaleik HM. Króatar bjuggu til ævintýralegt umhverfi í höllinni og liðið þeirra svaraði með því að komast í 18-9 á móti Evrópumeisturum Frakka sem höfðu einnig unnið silfur á síðasta heimsmeistaramóti. Króatar lönduðu síðan flottum sigri og eru öruggir með sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti síðan 2013. „Króatíska geðshræringin fékk hinn kalda Skandinava til að brosa loksins,“ skrifaði blaðamaður 24 Sata. „Við höfðum séð svo lítið af brosi Dags Sigurðssonar en nú fengum við að sjá ósvikið bros, bros sem sendir skilaboðin um að honum líði nú eins og hann sé hluti af þessari þjóð. Að honum líði núna eins og hann sé Hrvatsson.“ Dagur varð auðvitað fyrsti útlendingurinn til að stýra landsliði Króata og það var stórt skrefa að taka fyrir handboltasambandið þar. Það efast enginn um þá ákvörðun í dag og nú er liðið aðeins einum leik frá heimsmeistaratitli. Mótherjinn verður Danmörk á morgun. Danir eru miklu sigurstranglegri í úrslitaleiknum enda hafa þeir verið óstöðvandi á þessu móti og unnu undanúrslitaleikinn sinn á Portúgal með þrettán mörkum. Þeir hafa líka ekki tapað leik á heimsmeistari í átta ár. Við verðum því að sjá til hvort að Hrvatsson ævintýrið fái líka góðan endi eins og þegar Dagur skrifaði ævintýrið með þýska landsliðinu sem varð Evrópumeistari undir hans stjórn árið 2016 þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Dagur Sigurðsson er einum sigri frá sögulegum þjálfarasigri eftir að hann kom króatíska landsliðinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. 31. janúar 2025 10:01 „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Dagur Sigurðsson var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir frábæran sigur króatíska landsliðsins á því franska í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í gærkvöldi. 31. janúar 2025 06:41 Dagur og lærisveinar hans í úrslit Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. 30. janúar 2025 21:51 Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. 29. janúar 2025 09:33 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Dagur hefur verið að gera frábæra hluti með króatíska landsliðið á heimsmeistaramótinu í ár og hefur hjálpað liðinu að komast upp úr lægð síðustu ára. Fréttamenn króatíska miðilsins 24 Sata eru í hópi þeirra sem vildu sjá landsliðsþjálfarann brosa meira en þeir fögnuðu því sérstaklega að sjá bros íslenska þjálfarans eftir sigur Króatíu á Frakklandi í undanúrslitaleik HM. Króatar bjuggu til ævintýralegt umhverfi í höllinni og liðið þeirra svaraði með því að komast í 18-9 á móti Evrópumeisturum Frakka sem höfðu einnig unnið silfur á síðasta heimsmeistaramóti. Króatar lönduðu síðan flottum sigri og eru öruggir með sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti síðan 2013. „Króatíska geðshræringin fékk hinn kalda Skandinava til að brosa loksins,“ skrifaði blaðamaður 24 Sata. „Við höfðum séð svo lítið af brosi Dags Sigurðssonar en nú fengum við að sjá ósvikið bros, bros sem sendir skilaboðin um að honum líði nú eins og hann sé hluti af þessari þjóð. Að honum líði núna eins og hann sé Hrvatsson.“ Dagur varð auðvitað fyrsti útlendingurinn til að stýra landsliði Króata og það var stórt skrefa að taka fyrir handboltasambandið þar. Það efast enginn um þá ákvörðun í dag og nú er liðið aðeins einum leik frá heimsmeistaratitli. Mótherjinn verður Danmörk á morgun. Danir eru miklu sigurstranglegri í úrslitaleiknum enda hafa þeir verið óstöðvandi á þessu móti og unnu undanúrslitaleikinn sinn á Portúgal með þrettán mörkum. Þeir hafa líka ekki tapað leik á heimsmeistari í átta ár. Við verðum því að sjá til hvort að Hrvatsson ævintýrið fái líka góðan endi eins og þegar Dagur skrifaði ævintýrið með þýska landsliðinu sem varð Evrópumeistari undir hans stjórn árið 2016 þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Dagur Sigurðsson er einum sigri frá sögulegum þjálfarasigri eftir að hann kom króatíska landsliðinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. 31. janúar 2025 10:01 „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Dagur Sigurðsson var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir frábæran sigur króatíska landsliðsins á því franska í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í gærkvöldi. 31. janúar 2025 06:41 Dagur og lærisveinar hans í úrslit Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. 30. janúar 2025 21:51 Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. 29. janúar 2025 09:33 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Dagur Sigurðsson er einum sigri frá sögulegum þjálfarasigri eftir að hann kom króatíska landsliðinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. 31. janúar 2025 10:01
„Ég gæti ekki verið ánægðari“ Dagur Sigurðsson var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir frábæran sigur króatíska landsliðsins á því franska í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í gærkvöldi. 31. janúar 2025 06:41
Dagur og lærisveinar hans í úrslit Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. 30. janúar 2025 21:51
Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. 29. janúar 2025 09:33
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða