Lífið

Tilnefnd sem besta forsíðufyrirsætan í Búlgaríu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Á viðburðinum eru gefin verðlaun í ýmsum flokkum, fyrir leikara, fyrirsætur, söngvara og fleira. Í flokki fyrirsæta er ég tilnefnd sem besta forsíðufyrirsætan,“ segir fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Hún er tilnefnd sem besta forsíðufyrirsæta Búlgaríu á Red Carpet Fashion-verðlaununum sem fara fram í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, þann 19. júní næstkomandi.

„Það er ekki slæmt að fá verðlaun fyrir vel unnin störf í svona stóru landi, þar sem þeir framleiða öll stærstu blöðin,“ segir Ásdís. En er hún sigurviss?

„Nei, ég veit það ekki. En það yrði bara alveg æðislegt að fá þessi verðlaun þar sem ég legg mikinn metnað í öll mín verkefni.“

Ásdís er vel þekkt í Búlgaríu enda bjó hún þar og starfaði sem fyrirsæta um árabil. Hún ætlar að taka upp herlegheitin á Red Carpet Fashion-verðlaununum og sýna frá þeim í þætti sínum Heimur ísdrottningarinnar sem sýndur verður á Stöð 2 í sumar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.