Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2014 12:00 Ólafur Kristjánsson stýrir Blikum í síðasta sinn í kvöld. Vísir/Daníel „Ég lít bara á þetta sem hvern annan leik, hvort sem þetta sé sá fyrsti eða síðasti,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi en hann stýrir Blikum í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni á Kópvogsvelli í 6. umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Pepsi-mörkin eru svo í beinu framhaldi klukkan 22.00. „Við erum í þröngri stöðu og þurfum að ná í sigur. Ég er ekki enn búinn að ná í sigur í deildinni og nú eru síðustu forvöð. Það er svona efst í huga mér núna. Ég hef ekki náð að fara yfir hitt,“ segir Ólafur en Blikar eru með þrjú stig í 11. sæti deildarinnar eftir fimm leiki.Blikar eru með þrjú stig og hafa ekki unnið leik.Vísir/StefánEkki fara á taugum Ólafur fær að kveðja sitt fólk á Kópvogsvelli í kvöld en hann hefur stýrt Breiðabliki síðan um mitt sumar 2006 og orðið Íslands- og bikarmeistari með liðið. „Það er gaman að fá að enda þar eða loksins að fá að spila á vellinum á þessu sumri. Maður hefur alltaf verið að spá í því hvernig þessi dagur yrði en svo rennur hann upp og þá er þetta bara eins og hver annar dagur. Maður klárar undirbúninginn snemma og bíður svo bara,“ segir Ólafur en hvað þarf Blikaliðið að gera til að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld? „Við þurfum að halda áfram að gera það sem hefur verið að batna í undanförnum leikjum. Þetta snýst um að hafa trú á það sem við erum að gera, vera með ís í maganum og fara ekki á taugum. Stjarnan er með gott sóknarlið þannig við þurfum að verjast vel. Svo þurfum við að halda áfram að skapa færi og nýta þau,“ segir Ólafur.Guðmundur Benediktsson tekur við Breiðabliki eftir kvöldið.Vísir/StefánFH fór í sömu æfingaferð Breiðablik gaf það út fyrir tímabilið að Ólafur myndi stýra liðinu í fyrstu sex leikjum deildarinnar áður en hann tæki við Nordsjælland í Danmörku. Nú þegar Blikum gengur jafnilla og raun ber vitni hefur umræðan mikið til snúist um hvort hann hefði átt að stíga strax til hliðar og láta Guðmund Benediktsson, eftirmann sinn, taka við liðinu. „Þessi umræða truflar mig ekkert en ég get haft skoðanir á henni. Ef liðið væri með fleiri stig og allt léki í lyndi væri umræðan öðruvísi og að sama skapi ef ég hefði hætt og Gummi væri með liðið núna í sömu stöðu,“ segir Ólafur. „Allar ákvarðanir sem teknar eru þegar þú ert að stjórna einhverju eru teknar út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir á þeim tíma. Það er ekki hægt að taka ákvarðanir byggðar á því sem mun gerast eftir þrjár vikur.“ „Menn mega hafa skoðanir á öllu. Einn sérfræðingurinn sagði um daginn að Breiðabliki gengi ekki vel núna því liðið fór í æfingaferð í febrúar. FH fór í sömu æfingaferð og hvar er það statt í töflunni? Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að hvaða skoðun menn hafa skiptir mig engu máli,“ segir Ólafur. Ólafur fer á fullt í nýrri vinnu sinni hjá Nordsjælland á næstu dögum en hann hefur fengið andrými til að klára sitt starf hjá Breiðabliki. „Þeir vita að ég er með Blikaliðið og hafa gefið mér frið. Auðvitað höfum við rætt málin og ég er spurður álits á hinu og þessu en þarna er öflugt starfslið sem sér um hlutina. Ég get séð leikina og greint á og á fimmtudaginn fer ég upp á Skaga að skoða tvo Svía sem verða að spila með U21 árs landsliðinu þar,“ segir Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
„Ég lít bara á þetta sem hvern annan leik, hvort sem þetta sé sá fyrsti eða síðasti,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi en hann stýrir Blikum í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni á Kópvogsvelli í 6. umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Pepsi-mörkin eru svo í beinu framhaldi klukkan 22.00. „Við erum í þröngri stöðu og þurfum að ná í sigur. Ég er ekki enn búinn að ná í sigur í deildinni og nú eru síðustu forvöð. Það er svona efst í huga mér núna. Ég hef ekki náð að fara yfir hitt,“ segir Ólafur en Blikar eru með þrjú stig í 11. sæti deildarinnar eftir fimm leiki.Blikar eru með þrjú stig og hafa ekki unnið leik.Vísir/StefánEkki fara á taugum Ólafur fær að kveðja sitt fólk á Kópvogsvelli í kvöld en hann hefur stýrt Breiðabliki síðan um mitt sumar 2006 og orðið Íslands- og bikarmeistari með liðið. „Það er gaman að fá að enda þar eða loksins að fá að spila á vellinum á þessu sumri. Maður hefur alltaf verið að spá í því hvernig þessi dagur yrði en svo rennur hann upp og þá er þetta bara eins og hver annar dagur. Maður klárar undirbúninginn snemma og bíður svo bara,“ segir Ólafur en hvað þarf Blikaliðið að gera til að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld? „Við þurfum að halda áfram að gera það sem hefur verið að batna í undanförnum leikjum. Þetta snýst um að hafa trú á það sem við erum að gera, vera með ís í maganum og fara ekki á taugum. Stjarnan er með gott sóknarlið þannig við þurfum að verjast vel. Svo þurfum við að halda áfram að skapa færi og nýta þau,“ segir Ólafur.Guðmundur Benediktsson tekur við Breiðabliki eftir kvöldið.Vísir/StefánFH fór í sömu æfingaferð Breiðablik gaf það út fyrir tímabilið að Ólafur myndi stýra liðinu í fyrstu sex leikjum deildarinnar áður en hann tæki við Nordsjælland í Danmörku. Nú þegar Blikum gengur jafnilla og raun ber vitni hefur umræðan mikið til snúist um hvort hann hefði átt að stíga strax til hliðar og láta Guðmund Benediktsson, eftirmann sinn, taka við liðinu. „Þessi umræða truflar mig ekkert en ég get haft skoðanir á henni. Ef liðið væri með fleiri stig og allt léki í lyndi væri umræðan öðruvísi og að sama skapi ef ég hefði hætt og Gummi væri með liðið núna í sömu stöðu,“ segir Ólafur. „Allar ákvarðanir sem teknar eru þegar þú ert að stjórna einhverju eru teknar út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir á þeim tíma. Það er ekki hægt að taka ákvarðanir byggðar á því sem mun gerast eftir þrjár vikur.“ „Menn mega hafa skoðanir á öllu. Einn sérfræðingurinn sagði um daginn að Breiðabliki gengi ekki vel núna því liðið fór í æfingaferð í febrúar. FH fór í sömu æfingaferð og hvar er það statt í töflunni? Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að hvaða skoðun menn hafa skiptir mig engu máli,“ segir Ólafur. Ólafur fer á fullt í nýrri vinnu sinni hjá Nordsjælland á næstu dögum en hann hefur fengið andrými til að klára sitt starf hjá Breiðabliki. „Þeir vita að ég er með Blikaliðið og hafa gefið mér frið. Auðvitað höfum við rætt málin og ég er spurður álits á hinu og þessu en þarna er öflugt starfslið sem sér um hlutina. Ég get séð leikina og greint á og á fimmtudaginn fer ég upp á Skaga að skoða tvo Svía sem verða að spila með U21 árs landsliðinu þar,“ segir Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira