Nýtt framboð, framboð Betra Sigtúns hlaut 35,7% atkvæða á Vopnafirði og tvo bæjarfulltrúa. Þeir verða að teljast sigurvegari kosninganna. Aðeins 14 atkvæðum munaði á framboði Betra Sigtúns og Framsóknarflokki, sem hltau 38,7% fylgi og þrjá bæjarfulltrúa.
K-listi félagshyggjufólks hlatu 25,7% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa. Ljóst er samkvæmt úrslitum kosninganna á Vopnafirði að nýr meirihluti verður myndaður. Sjálfstæðisflokkur og Nýtt afl mynda fráfarandi meirihluta. Sjálfstæðismenn buðu ekki fram að þessu sinni. Oddviti þeirra sagði í samtali við Vísi fyrir nokkru að ekki hafi tekist að setja saman lista Sjálfstæðisflokksins því aðeins fimm hafi mætt á boðaðan fund flokksins.
Betra Sigtún var framboð ungs fólks sem vill gera bæinn sinn betri og laða að ungt fólk aftur til Vopnafjarðar. Framboðið ber nafn götu á Vopnafirði sem er ómalbikuð, óupplýst og illa mokuð að vetrum.
Framboð ungs fólks fékk tvo bæjarfulltrúa á Vopnafirði

Tengdar fréttir

Sjálfstæðismenn bjóða ekki fram: "Mættu bara fimm á fundinn“
"Flestir Sjálfstæðismenn á Vopnafirði eru ellilífeyrisþegar sem gefa sig ekki í verkið,“ segir oddviti Sjálfstæðismanna í bænum

Betra Sigtún á Vopnafirði
Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn.