Handbolti

Móttökurnar á Íslandi hræðilegar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dragan Markovic fær áminningu um helgina.
Dragan Markovic fær áminningu um helgina. Vísir/Stefán
Dragan Markovic, þjálfari bosníska landsliðsins í handbolta, er ekki ánægður með þá þjónustu sem liðinu var veitt á meðan dvöl þess hér á landi stóð um helgina.

Bosníumenn tryggðu sér sæti á HM í Katar með því að gera jafntefli, 29-29, við Ísland í Laugardalshöll á sunnudagskvöld.

Í viðtali við vefmiðilinn sport.ba segir hann hins vegar að illa hafi verið staðið að aðbúnaði Bosníumanna á meðan þeir dvöldust hér á landi.

„Íslendingar reyndust ekki góðir gestgjafar. Þvert á móti voru mótttökurnar hræðilegar,“ sagði Markovic í viðtalinu.

„Allt frá gistiaðstöðu að matnum sem okkur stóð til boða. Það var alls ekki nógu gott. Þeir hafa greinilega ekki mikið álit á okkur en þeir mega halda það sem þeir vilja.“

Hann bætti því við að hann eigi marga íslenska vini en að enginn þeirra hafi óskað sér til hamingju með HM-sætið. Aðeins Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, og að sú kveðja hafi verið bitur.

Viðtalið á sport.be má lesa hér.

Markovic fékk „bitra“ kveðju frá Aroni að hans eigin mati.Vísir/Stefán
Bosníumenn fögnuðu innilega í leikslok.Vísir/Stefán
Vonbrigði Arons leyndu sér eðlilega ekki.Vísir/Stefán

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×