Tónlist

Frumsýnt á Vísi: Stelpudúett haslar sér völl í raftónlist

Snærós Sindradóttir skrifar
"Hugmyndin varð eiginlega til á bar í Berlín," segir Thelma Marín Jónsdóttir leikkona og söngkona hins nýmyndaða dúetts East of My Youth. Dúettin mynda Thelma og Herdís Stefánsdóttir en þær hafa þekkst síðan í gagnfræðiskóla.

Báðar útskrifuðust þær úr Listaháskóla Íslands vorið 2013. Herdís úr tónsmíðum og Thelma úr leiklist. 

"Fyrst og fremst er lagið um einhverja óraunveruleikatilfinningu sem er túlkuð í myndbandinu. Þetta snýst um hömlur og hömluleysi," segir Herdís.

"Í fyrri hluta lagsins erum við að tala um strúktúr samfélagsins og svo löngun listamannsins til að brjótast inn í aðra heima og leyfa sér að vera þar. Hvati listamannsins til að halda áfram að skapa list er að slíta ákveðin raunveruleikatengsl," bætir Thelma við.

Myndbandið var unnið af Sunnevu Ásu Weisshappel en öll vinna í kringum lag og myndband er unnin af stelpum. 

Sjón er sögu ríkari:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.