Um tvöhundruð manns leituðu í Fljótshlíðinni í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2014 19:36 Um tvöhundruð manns leituðu í dag í Fljótshlíðinni af íslensku konunni, sem hefur verið týnd í að verða viku. Mestur tími dagsins fór í leit í kringum Bleiksárgljúfur og í kringum sumarbústaðinn þar sem konan var, niður með Markarfljótinu og alla leið niður í Landeyjahöfn. Björgunarsveitarmenn eru orðnir þreyttir og lúgnir. Leitin hófst formlega síðdegis á þriðjudaginn en þá hafði lögreglunni á Hvolsvelli verið tilkynnt um tvær týndar konur í Fljótshlíð. Þegar mest var þennan dag tóku um 80 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni. Um kvöldið fannst lík annarrar konunnar, sem er erlend í hyl í Bleiksárgljúfri, innst í Fljótshlíð, um 25 kílómetra frá Hvolsvelli. Konurnar voru í sumarbústað rétt við gljúfrið, sú íslenska á fertugsaldri og sú erlenda á fimmtugsaldri. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók strax þátt í leitinni á þriðjudaginn og hefur verið að leita síðan með nokkrum hléum. Annar dagur leitarinnar var á miðvikudaginn en þá tóku um 100 manns þátt í leitinni, sérhæft leitarfólk, gönguhópar, kafarar, leitarhundar og björgunarsveitarmenn á fjórhjólum. Þenna dag kom fram hjá lögreglunni á Hvolsvelli, sem stýrir leitinni að allt benti til slyss við Bleiksárgljúfur. Föt kvennanna fundust við hyl í gljúfrinu. Á fimmtudeginum fór megin áhersla leitarinnar að elta þau fótspor sem fundust eftir berfætta manneskju um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur. Tæknideild ríkislögreglustjóra vann að því að sannreyna hvort sporin séu eftir konuna sem leitað var að en ekkert kom út úr því. Sporin fundust í 400 metra hæð yfir sjávarmáli, suður af Tindfjallajökli. Um kvöldið þennan fimmtudag var hluti fossins í Bleiksárgljúfri stíflaður og seig kafari þar niður í þeirri von að finna íslensku konuna en allt kom fyrir ekki, konan fannst ekki. Í gær, á fjórða degi leitarinnar voru um annað hundrað björgunarsveitarmenn á leitarsvæðinu. Svæðisstjórn björgunarsveitanna var þá búin að koma sér fyrir innst í Fljótshlíðinni. Þá voru í fyrsta skipti notaðir hestar við leitina og var þeim fjölgað í dag. Einar Strand, sem stýrði leitinni í gær fyrir hönd björgunarsveitanna var viss um að konan væri í Bleiksársgljúfri enda hefur leitin meira og minna verði öll í gljúfrinu og í kringum það. Í dag var mikill kraftu í leitinni og margir að leita, allt að tvö hundruð manns. Leit dagsins snérist fyrst og fremst um að fínkemba svæðið á milli sumarbústaðarins þar sem konurnar dvöldu og Bleiksárgjúfurs. Þá var svæðið í kringum Markarfljót skoðað og hestaleitarsveitir munu leituð Markarfljótsaurana. Jón Hermannsson í svæðisstjórn björgunarsveitanna stýrði leitinni í dag í samvinnu við lögregluna á Hvolsvelli. Sum svæðin hafa verið margleituð. Jón segir að dregið verið strax úr leitinni ef konan finnst ekki í kvöld. Í jafn umfangsmikilli leit og hefur staðið yfir í Fljótshlíðinni síðustu daga þar að huga að því að leitarmenn þurfi bæði hvíld og orku en Hvítasunnumenn í Fljótshlíð hafa m.a. lánað a aðstöðu sína í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð þar sem um 80 manns geta gist og fá mat. Einhverjir hafa eflaust velt því fyrir sér af hverju það sé ekki búið að birta mynd opinberlega af konunni og nafn hennar en Sveinn Kristján Rúnarson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli segir að slíkt þurfi alltaf að gera með samþykki fjölskyldu konunnar, sjálfur telji hann að slík myndbirting myndi ekki breyta neinu. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Um tvöhundruð manns leituðu í dag í Fljótshlíðinni af íslensku konunni, sem hefur verið týnd í að verða viku. Mestur tími dagsins fór í leit í kringum Bleiksárgljúfur og í kringum sumarbústaðinn þar sem konan var, niður með Markarfljótinu og alla leið niður í Landeyjahöfn. Björgunarsveitarmenn eru orðnir þreyttir og lúgnir. Leitin hófst formlega síðdegis á þriðjudaginn en þá hafði lögreglunni á Hvolsvelli verið tilkynnt um tvær týndar konur í Fljótshlíð. Þegar mest var þennan dag tóku um 80 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni. Um kvöldið fannst lík annarrar konunnar, sem er erlend í hyl í Bleiksárgljúfri, innst í Fljótshlíð, um 25 kílómetra frá Hvolsvelli. Konurnar voru í sumarbústað rétt við gljúfrið, sú íslenska á fertugsaldri og sú erlenda á fimmtugsaldri. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók strax þátt í leitinni á þriðjudaginn og hefur verið að leita síðan með nokkrum hléum. Annar dagur leitarinnar var á miðvikudaginn en þá tóku um 100 manns þátt í leitinni, sérhæft leitarfólk, gönguhópar, kafarar, leitarhundar og björgunarsveitarmenn á fjórhjólum. Þenna dag kom fram hjá lögreglunni á Hvolsvelli, sem stýrir leitinni að allt benti til slyss við Bleiksárgljúfur. Föt kvennanna fundust við hyl í gljúfrinu. Á fimmtudeginum fór megin áhersla leitarinnar að elta þau fótspor sem fundust eftir berfætta manneskju um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur. Tæknideild ríkislögreglustjóra vann að því að sannreyna hvort sporin séu eftir konuna sem leitað var að en ekkert kom út úr því. Sporin fundust í 400 metra hæð yfir sjávarmáli, suður af Tindfjallajökli. Um kvöldið þennan fimmtudag var hluti fossins í Bleiksárgljúfri stíflaður og seig kafari þar niður í þeirri von að finna íslensku konuna en allt kom fyrir ekki, konan fannst ekki. Í gær, á fjórða degi leitarinnar voru um annað hundrað björgunarsveitarmenn á leitarsvæðinu. Svæðisstjórn björgunarsveitanna var þá búin að koma sér fyrir innst í Fljótshlíðinni. Þá voru í fyrsta skipti notaðir hestar við leitina og var þeim fjölgað í dag. Einar Strand, sem stýrði leitinni í gær fyrir hönd björgunarsveitanna var viss um að konan væri í Bleiksársgljúfri enda hefur leitin meira og minna verði öll í gljúfrinu og í kringum það. Í dag var mikill kraftu í leitinni og margir að leita, allt að tvö hundruð manns. Leit dagsins snérist fyrst og fremst um að fínkemba svæðið á milli sumarbústaðarins þar sem konurnar dvöldu og Bleiksárgjúfurs. Þá var svæðið í kringum Markarfljót skoðað og hestaleitarsveitir munu leituð Markarfljótsaurana. Jón Hermannsson í svæðisstjórn björgunarsveitanna stýrði leitinni í dag í samvinnu við lögregluna á Hvolsvelli. Sum svæðin hafa verið margleituð. Jón segir að dregið verið strax úr leitinni ef konan finnst ekki í kvöld. Í jafn umfangsmikilli leit og hefur staðið yfir í Fljótshlíðinni síðustu daga þar að huga að því að leitarmenn þurfi bæði hvíld og orku en Hvítasunnumenn í Fljótshlíð hafa m.a. lánað a aðstöðu sína í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð þar sem um 80 manns geta gist og fá mat. Einhverjir hafa eflaust velt því fyrir sér af hverju það sé ekki búið að birta mynd opinberlega af konunni og nafn hennar en Sveinn Kristján Rúnarson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli segir að slíkt þurfi alltaf að gera með samþykki fjölskyldu konunnar, sjálfur telji hann að slík myndbirting myndi ekki breyta neinu.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira