Sport

Aníta og Ásdís fara með til Georgíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aníta Hinriksdóttir er líkleg til afreka.
Aníta Hinriksdóttir er líkleg til afreka. Vísir/vilhelm
Stjórn frjálsíþróttasambands Íslands hefur samþykkt tillögu íþrótta- og afreksnefndar sambandsins um keppendur fyrir Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Tbilisi í Georgíu 21.-22. júní næstkomandi.  

Þetta kemur fram á vef frjálsíþróttasambandsins en landsliðið er skipað 30 íþróttamönnum og allir þeir bestu fara með.

Vegna styrkleika hópsins er vonast til að Ísland komist upp úr 3. deild í 2. deild Evrópukeppninnar en síðan keppnin varð að sameiginlegri karla- og kvennakeppni hefur landsliði Íslands aldrei tekist að komast upp um deild

Aníta Hinriksdóttir keppir í 800 og 1.500 metra hlaupi, ÁsdísHjálmsdóttir í spjótkasti og kúluvarpi og Hafdís Sigurðardóttir í langstökki, svo einhverjir keppendur séu nefndir.

Hópurinn:

100m Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir

200 m Kolbeinn Höður Gunnarsson og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir

400m Trausti Stefánsson og Hafdís Sigurðardóttir

800m Kristinn Þór Kristinsson og Aníta Hinriksdóttir

1500m Hlynur Andrésson og Aníta Hinriksdóttir

3000m Kári Steinn Karlsson og Arndís Ýr Hafþórsdóttir

5000m Kári Steinn Karlsson og Arndís Ýr Hafþórsdóttir

3000m hi Arnar Pétursson Helga og Guðný Elíasdóttir

110/100m gr Einar Daði Lárusson og Kristín Birna Ólafsdóttir

400m gr Ívar Kristinn Jasonarson og Kristín Birna Ólafsdóttir

Hástökk Einar Daði Lárusson og Sveinbjörg Zophoníasdóttir

Stangarstökk Mark Johnson og Arna Ýr Jónsdóttir

Langstökk Kristinn Torfason Hafdís Sigurðardóttir

Þrístökk Bjarki Gíslason og Hafdís Sigurðardóttir

Kúluvarp Óðinn Björn Þorsteinsson og Ásdís Hjálmsdóttir

Kringlukast Stefán Árni Hafsteinsson og Ásdís Hjálmsdóttir

Sleggjukast Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir

Spjótkast Guðmundur Sverrisson og Ásdís Hjálmsdóttir

4x100 karla: Ari Bragi Kárason, Juan Ramon Borges Bosque, Jóhann Björn, og Kolbeinn Höður og Trausti.

Kvenna: Hrafnhild Eir, Hafdís, Björg Gunnarsd.,

Steinunn Erla Davíðsd, Sveinbjörg

4x400 karla: Jóhann Björn, Kolbeinn Höður,

Trausti, Ívar Kristinn, Einar Daði

Kvenna:  Aníta, Hafdís, Björg, Kristín.

Hópurinn á PDF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×