Le Mans þolaksturinn á morgun Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2014 09:44 Toyota bíll mun ræsa fremstur á morgun. Á morgun hefst í 82. sinn hinn þekkti kappakstur í Le Mans í Frakklandi. Hann hefur þá sérstöðu að standa í 24 klukkustundir og því reynir mjög á á ökumenn og bíla og ekið í myrkri dágóðan hluta keppninnar. Bílar frá Audi hafa á undanförnum árum drottnað í kappakstrinum en útlit er fyrir að það gæti breyst að þessu sinni. Á æfingum fyrir keppnina hafa bílar frá Toyota og Porsche náð að skáka Audi bílunum. Það verður bíll frá Toyota sem ræsir fremstur á morgun en japanskur ökumaður hans, Kazuki Nakajama, náði besta tímanum á hinni 13 kílómetra langri braut. Það er einnig Toyota bíll sem ræsir þriðji, en á milli þeirra er svo bíll frá Porsche, en Porsche sendir nú loks lið í keppnina eftir 16 ára fjarveru. Svo til engu munaði á Porsche bílnum í öðru sætinu og Toyota bílsins í því fyrsta, eða aðeins 0,357 sekúndum. Tími Toyota bílsins sem fremstur verður á morgun var 3:21,789 mínúta. Audi bílarnir ræsa á morgun í fimmta, sjötta og sjöunda sæti. Audi varð fyrir áfalli á æfingum í gær þegar Loic Duval ók einum þriggja bíla þeirra í spað, en sem betur fer slapp hann sjálfur án teljandi meiðsla. Læknar hafa þó bannað honum að taka þátt í akstrinum á morgun og mun annar ökumaður leysa hann af hólmi. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent
Á morgun hefst í 82. sinn hinn þekkti kappakstur í Le Mans í Frakklandi. Hann hefur þá sérstöðu að standa í 24 klukkustundir og því reynir mjög á á ökumenn og bíla og ekið í myrkri dágóðan hluta keppninnar. Bílar frá Audi hafa á undanförnum árum drottnað í kappakstrinum en útlit er fyrir að það gæti breyst að þessu sinni. Á æfingum fyrir keppnina hafa bílar frá Toyota og Porsche náð að skáka Audi bílunum. Það verður bíll frá Toyota sem ræsir fremstur á morgun en japanskur ökumaður hans, Kazuki Nakajama, náði besta tímanum á hinni 13 kílómetra langri braut. Það er einnig Toyota bíll sem ræsir þriðji, en á milli þeirra er svo bíll frá Porsche, en Porsche sendir nú loks lið í keppnina eftir 16 ára fjarveru. Svo til engu munaði á Porsche bílnum í öðru sætinu og Toyota bílsins í því fyrsta, eða aðeins 0,357 sekúndum. Tími Toyota bílsins sem fremstur verður á morgun var 3:21,789 mínúta. Audi bílarnir ræsa á morgun í fimmta, sjötta og sjöunda sæti. Audi varð fyrir áfalli á æfingum í gær þegar Loic Duval ók einum þriggja bíla þeirra í spað, en sem betur fer slapp hann sjálfur án teljandi meiðsla. Læknar hafa þó bannað honum að taka þátt í akstrinum á morgun og mun annar ökumaður leysa hann af hólmi.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent