Brú yfir Kjálkafjörð opnuð fyrir verslunarmannahelgi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2014 20:15 Einn vestfirsku fjarðanna, Kjálkafjörður, er að lokast þessa dagana með vegfyllingu, og það var rétt eins og opnað væri fyrir flóðgátt þegar sjónum var í fyrsta sinn hleypt undir nýju brúna yfir fjörðinn. Hún verður langþráð vegarbót sem vegfarendur fara að njóta eftir sjö vikur eða svo. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa tvo firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Með verksamning upp á 2,5 milljarða króna hófu 40 starfsmenn Suðurverks verkið fyrir tveimur árum og þessa dagana er stórum áfanga að ljúka. Síðustu hlössin eru að fara í eins og hálfs kílómetra langa vegfyllingu með mikilli grjótvörn sem lokar Kjálkafirði. Samtímis er grafið frá nýrri eitthundrað metra langri brú, sem reist var á fyllingunni, en þar sem verulega munar á flóði og fjöru kemur þungur straumur um brúaropið. Brúin er þó sögð nægilega löng til að tryggja full vatnsskipti milli sjávarfalla. Já, það er rétt eins og flóðgáttir opnast þegar grafið er frá nýju Kjálkafjarðarbrúnni og nú líka fer að styttast í það að Vestfirðingar og aðrir landsmenn fari að njóta vegbótanna. Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að stefnt sé að því að opna fyrsta áfangann fyrir verslunarmannahelgi. Þeir Suðurverksmenn stefna að því að innan sjö vikna verði komið bundið slitlag á tíu til tólf kílómetra af þeim sextán sem verkið nær yfir.Sjórinn fossar inn í Kjálkafjörð um leið og mokað er frá nýju brúnni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og þá verður ekki langt í næsta áfanga, sem er að ljúka þverun hins fjarðarins, Mjóafjarðar, inn af Kerlingafirði, og steypa gólf á 140 metra langa brú. Sá áfangi verður tekinn í notkun í haust. „Þannig að menn geti nýtt sér þennan veg í vetur” segir Gísli. Þar með verða vegfarendur lausir við 24 kílómetra af lélegum malarvegi, um einn kílómetri þó sennilega látinn bíða til næsta vors, en þá verða um 30 kílómetrar eftir ómalbikaðir á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Einn vestfirsku fjarðanna, Kjálkafjörður, er að lokast þessa dagana með vegfyllingu, og það var rétt eins og opnað væri fyrir flóðgátt þegar sjónum var í fyrsta sinn hleypt undir nýju brúna yfir fjörðinn. Hún verður langþráð vegarbót sem vegfarendur fara að njóta eftir sjö vikur eða svo. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa tvo firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Með verksamning upp á 2,5 milljarða króna hófu 40 starfsmenn Suðurverks verkið fyrir tveimur árum og þessa dagana er stórum áfanga að ljúka. Síðustu hlössin eru að fara í eins og hálfs kílómetra langa vegfyllingu með mikilli grjótvörn sem lokar Kjálkafirði. Samtímis er grafið frá nýrri eitthundrað metra langri brú, sem reist var á fyllingunni, en þar sem verulega munar á flóði og fjöru kemur þungur straumur um brúaropið. Brúin er þó sögð nægilega löng til að tryggja full vatnsskipti milli sjávarfalla. Já, það er rétt eins og flóðgáttir opnast þegar grafið er frá nýju Kjálkafjarðarbrúnni og nú líka fer að styttast í það að Vestfirðingar og aðrir landsmenn fari að njóta vegbótanna. Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að stefnt sé að því að opna fyrsta áfangann fyrir verslunarmannahelgi. Þeir Suðurverksmenn stefna að því að innan sjö vikna verði komið bundið slitlag á tíu til tólf kílómetra af þeim sextán sem verkið nær yfir.Sjórinn fossar inn í Kjálkafjörð um leið og mokað er frá nýju brúnni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og þá verður ekki langt í næsta áfanga, sem er að ljúka þverun hins fjarðarins, Mjóafjarðar, inn af Kerlingafirði, og steypa gólf á 140 metra langa brú. Sá áfangi verður tekinn í notkun í haust. „Þannig að menn geti nýtt sér þennan veg í vetur” segir Gísli. Þar með verða vegfarendur lausir við 24 kílómetra af lélegum malarvegi, um einn kílómetri þó sennilega látinn bíða til næsta vors, en þá verða um 30 kílómetrar eftir ómalbikaðir á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira