Uppbótartíminn: Skoraði tvö mörk fyrir mömmu 12. júní 2014 11:45 Bjarni Guðjónsson tekur í spaðann á bróður sínum Jóhannesi Karli eftir að sá síðarnefndi var tekinn af velli. Vísir/Daníel Sjöunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH er áfram á toppi deildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki en það er taplaust rétt eins og Stjarnan sem er í öðru sæti með 15 stig. Eyjamenn og Þórsarar eru enn án stiga og í fallsæti. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Víkingur - ÞórÍBV - ValurFram - KeflavíkFylkir - BreiðablikFjölnir - FHStjarnan - KRPape Mamadou Faye fagnar marki og bendir á fjölskyldu sína.Vísir/PjeturGóð umferð fyrir ...... Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki Miðjumaðurinn sparkvissi var inn og út úr liðinu hjá Ólafi Kristjánssyni og byrjaði á bekknum í síðustu tveimur leikjum hans með Blikana. Guðjón fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum undir stjórn Gumma Ben. Hann skoraði glæsilegt mark, beint úr aukaspyrnu, og var valinn maður leiksins.... Pape Mamadou Faye, Víkingi Pape hefur byrjað mótið vel og er markahæstur ásamt tveimur öðrum með fjögur mörk. Í heildina er hann búinn að skora fimm mörk í deild og bikar. Pape lék Þórsvörnina grátt í fyrsta leik Víkinga í Víkinni í sumar. Það var ekki verra að mamma var í stúkunni og benti Pape á hana og brosti breitt er hann fagnaði mörkum sínum.... Árbæinga Loksins, loksins eru Fylkismenn komnir með stúku. Á eftir KR hefur ekkert lið verið lengur samfleytt í Pepsi-deildinni en samt sem áður hefur Fylkir ekki getað boðið upp á almennilega áhorfendaaðstöðu. Fylkismenn vígðu nýja stúku með fínu stigi gegn Breiðabliki þar sem tíu uppaldir strákar voru í byrjunarliðinu. Ekki amalegt kvöld í Árbænum.Haukur Baldvinsson átti að skora fyrir fram en skaut í stöng fyrir opnu marki.Vísir/DaníelErfið umferð fyrir ...... Kjartan Henry Finnbogason, KR Framherjinn átti ekki sinn besta dag í Garðabænum þar sem hann fékk gult spjald fyrir leikaraskap og svo annað gult, og þar með rautt, fyrir að rífa niður varnarmann Stjörnumanna. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði orðspor hans illa farið, meðal annars vegna umfjöllunar Stöðvar 2 undanfarin ár, en Kjartan verður í banni á móti Fylki í næstu umferð.... Hauk Baldvinsson, Fram Haukur hefur átt erfitt uppdráttar í Pepsi-deildinni í svolítinn tíma, en fékk svo gullið tækifæri til að vera hetjan á móti Keflavík. Honum tókst aftur á móti að skora ekki í autt markið á meðan markvörður Keflavíkur lá rotaður og fékk hann tvær tilraunir til. Hann hefur ekki sofið vel þá nóttina.... Eyjamenn Enn og aftur fékk liðið á sig mark í uppbótartíma. Í síðustu fjórum leikjum ÍBV í Pepsi-deildinni hafa Eyjamenn fengið á sig mark á lokamínútunum sem hefur kostað liðið stig. FH skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, Víkingar skoruðu sigurmark á 80. mínútu og bæði Þórsarar og Valsmenn skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma.Stjörnumenn fögnuðu góðum sigri í gær.Vísir/DaníelTölfræðin: *FH er fyrsta liðið frá árinu 1989 sem er á toppnum eftir sjö umferðir þrátt fyrir að ná ekki að skora tíu mörk í fyrstu sjö leikjum sínum. Valsmenn voru á toppnum eftir sjö umferðir 1989 með markatöluna 9-2. Hvert mark var 1,78 stiga virði en hvert mark hjá FH til þessa í sumar er 1,89 stiga virði. *Það voru 5 jafntefli í fyrstu fjórum umferðum Pepsi-deildarinnar en það hafa verið 10 jafnteflisleikir (þar af níu 1-1 jafntefli) í síðustu þremur umferðum. 21 prósent leikjanna í fyrstu fjórum umferðunum enduðu með jafntefli (5 af 24) en 56 prósent leikja í undanförnum þremur umferðum hafa endað með því að liðin hafa gengið af velli með eitt stig á hvort lið (10 af 18). *Ingiberg Ólafur Jónsson varð sjötti Framarinn í sumar til þess að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Hinir eru þeir Arnþór Ari Atlason (1. umferð), Alexander Már Þorláksson (2. umferð), Hafsteinn Briem (4. umferð), Ósvald Jarl Traustason (4. umferð) og Ásgeir Marteinsson (6. umferð). Framari hefur því skorað sitt fyrsta úrvalsdeildarmark í fimm af sjö leikjum Framara í Pepsi-deildinni í sumar. *Keflvíkingar eru búnir að tapa niður forystu í síðustu þremur leikjum sínum og fá á sig úrslitamark í síðustu fjórum viðureignum. Þessi fjögur stigamörk (eitt sigurmark og þrjú jöfnunarmörk) hafa haft af Keflvíkingum samtals 7 stig. *Víkingar hafa aðeins einu sinni á síðustu tveimur áratugum unnið þrjá af sjö fyrstu leikjum sínum í úrvalsdeildinni (sumarið 2006) og það sumar er jafnframt eina tímabilið (af síðustu sjö) þar sem Víkingum hefur tekist að halda sér í deildinni frá og með árinu 1993. *Valsliðið hefur spilað fleiri jafnteflisleiki (12) en sigurleiki (11) undir stjórn Magnúsar Gylfasonar. Valsmenn hafa aftur á móti aðeins tapað 1 af síðustu 12 leikjum sínum í Pepsi-deildinni.Nýja Fylkisstúkan er glæsileg.Vísir/DaníelSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Henry Birgir Gunnarsson á Fylkisvelli: „Aðstoðarmaður Gumma Ben, Willum Þór Þórsson, er ekki skráður á skýrslu. Hann er líklega enn að jafna sig eftir þingið.“Anton Ingi Leifsson á Laugardalsvelli: „Haukur Baldvinsson átti marktilraun í markrammann - HA??? Hvernig fór Haukur að þessu? Hann var sloppinn einn inn fyrir, sólaði Árna Frey í markinu, en skaut svo boltanum í stöngina úr algjöru daaaaauðafæri.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Ingvar Jónsson, Stjörnunni - 8 Michael Præst, Stjörnunni - 8 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 8 Þórður Ingason, Fjölni - 8 Igor Taskovic, Víkingi - 8 Pape Mamadou Faye, Víkingi - 8 Aron Elís Þrándarson, Víkingi - 8 Jóhann Helgi Hannesson, Þór - 8 Hlynur Atli Magnússon, Þór - 2 Kjartan Henry Finnbogason, KR - 3 Andrés Már Jóhannesson, Fylki - 3 Stefán Gíslason, Breiðabliki - 3Umræðan #pepsi365Toddi Örlygs: „Dómarinn er átta og HÁLFAN metra frá markverðinum.“ Minn maður heldur betur haukeygður. #Pepsi365 — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) June 12, 2014Mæk og cameru á Óla Þórðar út sumarið. Þarf að koma því í lög hreinlega. #entertainment#pepsi365 — Henry Birgir (@henrybirgir) June 11, 2014Loksins talar einhver um mikilvægi Hannesar fyrir KR. Bara verið talað um Bjarna G hingað til. Hannes ekki síður mikilvægur. #pepsi365 — Valur Gunnarsson (@valurgunn) June 11, 2014Á ekki bara að sameina Fjölni við eitthvað af þessum stóru liðunum? Verður einhvern tíman ástríða fyrir þessu þarna.750 taplausir #pepsi365 — Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 11, 2014Stjarnan að líkjast sjáfri sér aftur, á meðan KR hefur týnt eistunum einhvers staðar #recap#pepsi365 — Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) June 11, 2014Sýnist Atlarnir vera með yfirburði í nafnakeppninni í Pepsideildinni í sumar. Er eitthvað nafn að gera betri hluti? #pepsi365 — Atli Fannar (@atlifannar) June 11, 2014Flottasta mark 7. umferðar: Markasyrpa 7. umferðar: Pepsi-vélin í Víkinni: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Sjöunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH er áfram á toppi deildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki en það er taplaust rétt eins og Stjarnan sem er í öðru sæti með 15 stig. Eyjamenn og Þórsarar eru enn án stiga og í fallsæti. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Víkingur - ÞórÍBV - ValurFram - KeflavíkFylkir - BreiðablikFjölnir - FHStjarnan - KRPape Mamadou Faye fagnar marki og bendir á fjölskyldu sína.Vísir/PjeturGóð umferð fyrir ...... Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki Miðjumaðurinn sparkvissi var inn og út úr liðinu hjá Ólafi Kristjánssyni og byrjaði á bekknum í síðustu tveimur leikjum hans með Blikana. Guðjón fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum undir stjórn Gumma Ben. Hann skoraði glæsilegt mark, beint úr aukaspyrnu, og var valinn maður leiksins.... Pape Mamadou Faye, Víkingi Pape hefur byrjað mótið vel og er markahæstur ásamt tveimur öðrum með fjögur mörk. Í heildina er hann búinn að skora fimm mörk í deild og bikar. Pape lék Þórsvörnina grátt í fyrsta leik Víkinga í Víkinni í sumar. Það var ekki verra að mamma var í stúkunni og benti Pape á hana og brosti breitt er hann fagnaði mörkum sínum.... Árbæinga Loksins, loksins eru Fylkismenn komnir með stúku. Á eftir KR hefur ekkert lið verið lengur samfleytt í Pepsi-deildinni en samt sem áður hefur Fylkir ekki getað boðið upp á almennilega áhorfendaaðstöðu. Fylkismenn vígðu nýja stúku með fínu stigi gegn Breiðabliki þar sem tíu uppaldir strákar voru í byrjunarliðinu. Ekki amalegt kvöld í Árbænum.Haukur Baldvinsson átti að skora fyrir fram en skaut í stöng fyrir opnu marki.Vísir/DaníelErfið umferð fyrir ...... Kjartan Henry Finnbogason, KR Framherjinn átti ekki sinn besta dag í Garðabænum þar sem hann fékk gult spjald fyrir leikaraskap og svo annað gult, og þar með rautt, fyrir að rífa niður varnarmann Stjörnumanna. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði orðspor hans illa farið, meðal annars vegna umfjöllunar Stöðvar 2 undanfarin ár, en Kjartan verður í banni á móti Fylki í næstu umferð.... Hauk Baldvinsson, Fram Haukur hefur átt erfitt uppdráttar í Pepsi-deildinni í svolítinn tíma, en fékk svo gullið tækifæri til að vera hetjan á móti Keflavík. Honum tókst aftur á móti að skora ekki í autt markið á meðan markvörður Keflavíkur lá rotaður og fékk hann tvær tilraunir til. Hann hefur ekki sofið vel þá nóttina.... Eyjamenn Enn og aftur fékk liðið á sig mark í uppbótartíma. Í síðustu fjórum leikjum ÍBV í Pepsi-deildinni hafa Eyjamenn fengið á sig mark á lokamínútunum sem hefur kostað liðið stig. FH skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, Víkingar skoruðu sigurmark á 80. mínútu og bæði Þórsarar og Valsmenn skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma.Stjörnumenn fögnuðu góðum sigri í gær.Vísir/DaníelTölfræðin: *FH er fyrsta liðið frá árinu 1989 sem er á toppnum eftir sjö umferðir þrátt fyrir að ná ekki að skora tíu mörk í fyrstu sjö leikjum sínum. Valsmenn voru á toppnum eftir sjö umferðir 1989 með markatöluna 9-2. Hvert mark var 1,78 stiga virði en hvert mark hjá FH til þessa í sumar er 1,89 stiga virði. *Það voru 5 jafntefli í fyrstu fjórum umferðum Pepsi-deildarinnar en það hafa verið 10 jafnteflisleikir (þar af níu 1-1 jafntefli) í síðustu þremur umferðum. 21 prósent leikjanna í fyrstu fjórum umferðunum enduðu með jafntefli (5 af 24) en 56 prósent leikja í undanförnum þremur umferðum hafa endað með því að liðin hafa gengið af velli með eitt stig á hvort lið (10 af 18). *Ingiberg Ólafur Jónsson varð sjötti Framarinn í sumar til þess að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Hinir eru þeir Arnþór Ari Atlason (1. umferð), Alexander Már Þorláksson (2. umferð), Hafsteinn Briem (4. umferð), Ósvald Jarl Traustason (4. umferð) og Ásgeir Marteinsson (6. umferð). Framari hefur því skorað sitt fyrsta úrvalsdeildarmark í fimm af sjö leikjum Framara í Pepsi-deildinni í sumar. *Keflvíkingar eru búnir að tapa niður forystu í síðustu þremur leikjum sínum og fá á sig úrslitamark í síðustu fjórum viðureignum. Þessi fjögur stigamörk (eitt sigurmark og þrjú jöfnunarmörk) hafa haft af Keflvíkingum samtals 7 stig. *Víkingar hafa aðeins einu sinni á síðustu tveimur áratugum unnið þrjá af sjö fyrstu leikjum sínum í úrvalsdeildinni (sumarið 2006) og það sumar er jafnframt eina tímabilið (af síðustu sjö) þar sem Víkingum hefur tekist að halda sér í deildinni frá og með árinu 1993. *Valsliðið hefur spilað fleiri jafnteflisleiki (12) en sigurleiki (11) undir stjórn Magnúsar Gylfasonar. Valsmenn hafa aftur á móti aðeins tapað 1 af síðustu 12 leikjum sínum í Pepsi-deildinni.Nýja Fylkisstúkan er glæsileg.Vísir/DaníelSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Henry Birgir Gunnarsson á Fylkisvelli: „Aðstoðarmaður Gumma Ben, Willum Þór Þórsson, er ekki skráður á skýrslu. Hann er líklega enn að jafna sig eftir þingið.“Anton Ingi Leifsson á Laugardalsvelli: „Haukur Baldvinsson átti marktilraun í markrammann - HA??? Hvernig fór Haukur að þessu? Hann var sloppinn einn inn fyrir, sólaði Árna Frey í markinu, en skaut svo boltanum í stöngina úr algjöru daaaaauðafæri.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Ingvar Jónsson, Stjörnunni - 8 Michael Præst, Stjörnunni - 8 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 8 Þórður Ingason, Fjölni - 8 Igor Taskovic, Víkingi - 8 Pape Mamadou Faye, Víkingi - 8 Aron Elís Þrándarson, Víkingi - 8 Jóhann Helgi Hannesson, Þór - 8 Hlynur Atli Magnússon, Þór - 2 Kjartan Henry Finnbogason, KR - 3 Andrés Már Jóhannesson, Fylki - 3 Stefán Gíslason, Breiðabliki - 3Umræðan #pepsi365Toddi Örlygs: „Dómarinn er átta og HÁLFAN metra frá markverðinum.“ Minn maður heldur betur haukeygður. #Pepsi365 — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) June 12, 2014Mæk og cameru á Óla Þórðar út sumarið. Þarf að koma því í lög hreinlega. #entertainment#pepsi365 — Henry Birgir (@henrybirgir) June 11, 2014Loksins talar einhver um mikilvægi Hannesar fyrir KR. Bara verið talað um Bjarna G hingað til. Hannes ekki síður mikilvægur. #pepsi365 — Valur Gunnarsson (@valurgunn) June 11, 2014Á ekki bara að sameina Fjölni við eitthvað af þessum stóru liðunum? Verður einhvern tíman ástríða fyrir þessu þarna.750 taplausir #pepsi365 — Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 11, 2014Stjarnan að líkjast sjáfri sér aftur, á meðan KR hefur týnt eistunum einhvers staðar #recap#pepsi365 — Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) June 11, 2014Sýnist Atlarnir vera með yfirburði í nafnakeppninni í Pepsideildinni í sumar. Er eitthvað nafn að gera betri hluti? #pepsi365 — Atli Fannar (@atlifannar) June 11, 2014Flottasta mark 7. umferðar: Markasyrpa 7. umferðar: Pepsi-vélin í Víkinni:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira