Innlent

Seðlabankastjóri upplýsir um ákvörðun sína á sunnudag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valli
Már Guðmundsson mun að öllum líkindum tilkynna um hvort hann hyggist sækja um starf seðlabankastjóra að nýju á sunnudaginn kemur. Aðspurður á blaðamannafundi í Seðlabankanum í dag ýjaði hann að því að ákvörðun hans yrði kynnt næsta sunnudag í viðtalsþættinum Eyjan hjá Birni Inga Hrafnssyni.

Embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands var auglýst í byrjun júnímánaðar og rennur umsóknarfrestur út 27.júní næstkomandi. Seðlabankastjóri er skipaður til fimm ára í senn og mun sá sem hlýtur stöðuna líklega setjast í sæti seðlabankastjóra í ágúst á þessu ári. Már var skipaður í stöðuna í lok sumars 2009.

Viðtalsþátturinn Eyjan verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 næstkomandi sunnudag, 15. júní, klukkan 17.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×