Nýr meirihluti í Reykjavík: Þetta eru helstu stefnumálin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. júní 2014 17:36 Frá undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. vísir/vilhelm Samkomulag Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna var formlega kynnt í Elliðaárdal í dag. Á meðal helstu stefnumála nýs meirihluta í Reykjavík er uppbygging 2500 til 3000 nýrra íbúða á næstu þremur til fimm árum og stefnt verður að því að húsnæðisstuðningur verði einstaklingsbundinn og taki mið af stöðu viðkomandi. Þá verði sérstakar húsaleigubætur óháðar því hver á eða rekur leiguhúsnæði og verða þær teknar til endurskoðunar samhliða innleiðingu húsnæðisbóta. Kjör barnafjölskyldna verða bætt og verður fjármagn til skóla- og frístundasviðs aukið um 100 milljónir króna árið 2015 og árið 2016 verða settar 200 milljónir til viðbótar til lækkunar á námsgjöldum í leikskólum. Systkinaafslættir verða teknir upp og frístundakort hækkað um 5000 krónur á barn. Þá verða frekari skref til bættra kjara barnafjölskyldna tekin á síðari hluta kjörtímabilsins, en munu þær ákvarðanir taka miða af stöðu borgarsjóðs. Jafnframt verður unnið að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fjármagn verður aukið til málaflokks fatlaðra og verður eldra fólki gert kleift að búa heima með eflingu heimaþjónustu. Einnig verður áhersla lögð á að bæta stöðu utangarðsfólksfólks og fíkla og verða skaðaminnkandi úrræði efld eða tekin upp þar sem við á. Áætlun um að útrýma kynbundnum launamun verður framfylgt og unnið verður gegn skaðlegum áhrifum staðalmynda, klámvæðingar og vændis og spornað gegn kynbundnu ofbeldi. Þá verður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn efldur, unnið verður að eflingu strætó og komið verður á fót hjólaleigukerfi í Reykjavík.Samstarfssáttmála borgarinnar má sjá í heild sinni hér. Eins og áður hefur komið fram var meirihlutinn formlega kynntur í Elliðaárdal í dag og mun Dagur B. Eggertsson taka við embætti borgarstjóra, S. Björn Blöndal verður formaður borgarráðs og Sóley Tómasdóttir mun taka sæti forseta borgarstjórnar. Halldór Auðar Svansson mun gegna formennsku í nýrri fastanefnd í stjórnkerfi borgarinnar, Stjórnkerfis- og lýðræðisnefnd.Önnur embætti skipa sem hér segir: Skóla- og frístundaráð: Skúli Helgason Velferðarráð: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið og Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu Umhverfis- og skipulagsráð: Hjálmar Sveinsson Mannréttindaráð: Líf Magneudóttir Menningar- og ferðamálaráð: Elsa Yeoman Íþrótta- og tómstundaráð: Þórgnýr Thoroddsen Nýr meirihluti tekur formlega við stjórnartaumunum þann 16. júní. Tengdar fréttir Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Sjá meira
Samkomulag Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna var formlega kynnt í Elliðaárdal í dag. Á meðal helstu stefnumála nýs meirihluta í Reykjavík er uppbygging 2500 til 3000 nýrra íbúða á næstu þremur til fimm árum og stefnt verður að því að húsnæðisstuðningur verði einstaklingsbundinn og taki mið af stöðu viðkomandi. Þá verði sérstakar húsaleigubætur óháðar því hver á eða rekur leiguhúsnæði og verða þær teknar til endurskoðunar samhliða innleiðingu húsnæðisbóta. Kjör barnafjölskyldna verða bætt og verður fjármagn til skóla- og frístundasviðs aukið um 100 milljónir króna árið 2015 og árið 2016 verða settar 200 milljónir til viðbótar til lækkunar á námsgjöldum í leikskólum. Systkinaafslættir verða teknir upp og frístundakort hækkað um 5000 krónur á barn. Þá verða frekari skref til bættra kjara barnafjölskyldna tekin á síðari hluta kjörtímabilsins, en munu þær ákvarðanir taka miða af stöðu borgarsjóðs. Jafnframt verður unnið að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fjármagn verður aukið til málaflokks fatlaðra og verður eldra fólki gert kleift að búa heima með eflingu heimaþjónustu. Einnig verður áhersla lögð á að bæta stöðu utangarðsfólksfólks og fíkla og verða skaðaminnkandi úrræði efld eða tekin upp þar sem við á. Áætlun um að útrýma kynbundnum launamun verður framfylgt og unnið verður gegn skaðlegum áhrifum staðalmynda, klámvæðingar og vændis og spornað gegn kynbundnu ofbeldi. Þá verður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn efldur, unnið verður að eflingu strætó og komið verður á fót hjólaleigukerfi í Reykjavík.Samstarfssáttmála borgarinnar má sjá í heild sinni hér. Eins og áður hefur komið fram var meirihlutinn formlega kynntur í Elliðaárdal í dag og mun Dagur B. Eggertsson taka við embætti borgarstjóra, S. Björn Blöndal verður formaður borgarráðs og Sóley Tómasdóttir mun taka sæti forseta borgarstjórnar. Halldór Auðar Svansson mun gegna formennsku í nýrri fastanefnd í stjórnkerfi borgarinnar, Stjórnkerfis- og lýðræðisnefnd.Önnur embætti skipa sem hér segir: Skóla- og frístundaráð: Skúli Helgason Velferðarráð: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið og Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu Umhverfis- og skipulagsráð: Hjálmar Sveinsson Mannréttindaráð: Líf Magneudóttir Menningar- og ferðamálaráð: Elsa Yeoman Íþrótta- og tómstundaráð: Þórgnýr Thoroddsen Nýr meirihluti tekur formlega við stjórnartaumunum þann 16. júní.
Tengdar fréttir Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Sjá meira
Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48