Fótbolti

Stórsigur Avaldsnes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmfríður var á skotskónum í dag.
Hólmfríður var á skotskónum í dag. Facebook síða Avaldsnes
Þrír leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir voru báðar í byrjunarliði Avaldsnes sem vann stórsigur, 7-0, á Amazon Grimstad á heimavelli.

Það var strax ljóst í hvað stefndi. Brasilíukonan Debora kom Avaldsnes yfir strax á upphafsmínútu leiksins og hún bætti svo við öðru marki sex mínútum síðar.

Landa hennar, Rosana, kom Avaldsnes í 3-0 á 16. mínútu og Debora skoraði svo sitt þriðja mark á 22. mínútu. Sænska landsliðskonan Cecilie Pedersen, Debora og Hólmfríður bættu svo þremur mörkum við áður en hálfleikurinn var allur.

Staðan var 7-0 í hálfleik og Hólmfríður og stöllur hennar létu það gott heita. Avaldsnes situr í 5. sæti deildarinnar með 17 stig.

Røa vann sigur á Kolbotn á heimavelli með tveimur mörkum gegn engu. Synne Hansen og Sofie Jensen skoruðu mörk Røa í seinni hálfleik, en liðið er nú fjórum stigum á eftir toppliði Lillestrøm sem gerði 1-1 jafntefli við Stabæk. Anna Westerlund kom Lillestrøm yfir á 63. mínútu en Elise Thorsnes jafnaði metin fjórum mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×