Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2014 19:45 Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. Það er verið að breyta henni úr áburðarvél yfir í farþegavél á ný. Þetta er flugvélin sem byggði upp innanlandsflugið eftir stríð, hét þá Gljáfaxi, og síðar græddi hún upp Ísland sem áburðarvélin Páll Sveinsson. Nú gengur þessi forngripur í gegnum viðamikla breytingu; það er verið að taka úr henni áburðargeyminn og búnaðinn sem dreifði áburðinum, enda segir Erling Andreassen, yfirflugvirki Þristavinafélagsins, að þetta sé þungt hlass, sem þýði dýra bensíneyðslu.Flugvirkjar Icelandair fjarlægja áburðargeyminn, sem áður fyllti farþegarýmið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í staðinn á að gera þristinn að farþegavél á ný en þannig vonast þristavinir til að afla tekna upp í dýran rekstrarkostnað með útsýnisflugi. Erling segir að Flugfélag Íslands hafi haft 26 sæti í vélinni en Þristavinafélagið fái leyfi fyrir 19 sætum. 42 ár eru liðin frá því hún var síðast notuð í farþegaflugi hjá Flugfélaginu og ekki er að efa að margir eru tilbúnir að borga fyrir að komast í flugferð með svona grip. „Það er mikil aðsókn. Fólk er alltaf að spyrja okkur: Hvenær má ég? Mig langar svo að koma með,” segir Erling. Hópur flugvirkja frá Icelandair annast breytingarnar. Sagt er að flugmenn elski að fljúga henni. En finnst flugvirkjum á sama hátt gaman að gera við hana? „Yngri mönnunum finnst þetta mikil og góð tilbreyting að fá að komast svona í snertingu við flugsöguna og fá að taka þátt í þessu,” segir Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ljóst er að kostnaður við verkið hleypur á milljónum króna. Icelandair ætlar hins vegar að taka á sig kostnaðinn. Theodór segir að framkvæmdastjóri félagsins, Birkir Hólm Guðnason, hafi ákveðið að styrkja þannig Þristavinafélagið rausnarlega til að hægt sé að halda flugvélinni gangandi, enda hafi hún mikið flugsögulegt gildi fyrir Íslendinga. Yfirflugvirki Þristavinafélagsins segir að þessi 71 árs gamla vél sé enn í mjög góðu standi. -Á hún mörg ár eftir enn? „Já. Önnur sjötíu. Ég ætla samt ekki að vera svo lengi,” svarar Erling Andreassen og hlær. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. Það er verið að breyta henni úr áburðarvél yfir í farþegavél á ný. Þetta er flugvélin sem byggði upp innanlandsflugið eftir stríð, hét þá Gljáfaxi, og síðar græddi hún upp Ísland sem áburðarvélin Páll Sveinsson. Nú gengur þessi forngripur í gegnum viðamikla breytingu; það er verið að taka úr henni áburðargeyminn og búnaðinn sem dreifði áburðinum, enda segir Erling Andreassen, yfirflugvirki Þristavinafélagsins, að þetta sé þungt hlass, sem þýði dýra bensíneyðslu.Flugvirkjar Icelandair fjarlægja áburðargeyminn, sem áður fyllti farþegarýmið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í staðinn á að gera þristinn að farþegavél á ný en þannig vonast þristavinir til að afla tekna upp í dýran rekstrarkostnað með útsýnisflugi. Erling segir að Flugfélag Íslands hafi haft 26 sæti í vélinni en Þristavinafélagið fái leyfi fyrir 19 sætum. 42 ár eru liðin frá því hún var síðast notuð í farþegaflugi hjá Flugfélaginu og ekki er að efa að margir eru tilbúnir að borga fyrir að komast í flugferð með svona grip. „Það er mikil aðsókn. Fólk er alltaf að spyrja okkur: Hvenær má ég? Mig langar svo að koma með,” segir Erling. Hópur flugvirkja frá Icelandair annast breytingarnar. Sagt er að flugmenn elski að fljúga henni. En finnst flugvirkjum á sama hátt gaman að gera við hana? „Yngri mönnunum finnst þetta mikil og góð tilbreyting að fá að komast svona í snertingu við flugsöguna og fá að taka þátt í þessu,” segir Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Theodór Brynjólfsson, yfirflugvirki Icelandair.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ljóst er að kostnaður við verkið hleypur á milljónum króna. Icelandair ætlar hins vegar að taka á sig kostnaðinn. Theodór segir að framkvæmdastjóri félagsins, Birkir Hólm Guðnason, hafi ákveðið að styrkja þannig Þristavinafélagið rausnarlega til að hægt sé að halda flugvélinni gangandi, enda hafi hún mikið flugsögulegt gildi fyrir Íslendinga. Yfirflugvirki Þristavinafélagsins segir að þessi 71 árs gamla vél sé enn í mjög góðu standi. -Á hún mörg ár eftir enn? „Já. Önnur sjötíu. Ég ætla samt ekki að vera svo lengi,” svarar Erling Andreassen og hlær.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira