Guðjón Árni: Tek ekki áhættu með höfuðið á mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2014 19:05 „Ég veit það ekki. Ég vildi ég gæti svarað því afdráttarlaust, en það eru líkur á því. Ég á eftir að taka lokaákvörðun,“ sagði GuðjónÁrniAntoníusson við ArnarBjörnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, aðspurður hvort hann væri búinn að spila sinn síðasta fótboltaleik. Guðjón Árni hefur lítið sem ekkert getað spilað undanfarna 18 mánuði vegna höfuðmeiðsla. Læknum sem hafa skoðað hann líst ekki á blikuna. „Þeir eru ekki bjartsýnir. Þeir eru allir á sama máli um að ég þurfi að taka mér góða hvíld frá knattspyrnu,“ sagði Guðjón Árni en hvað var það sem gerðist? „Þetta gerðist fyrst í fyrra, nokkrum dögum fyrir fyrsta leik. Þá fæ ég þungt högg á höfuðið á æfingu og skömmu síðar fæ ég annað þungt högg á höfuðið. Ég vissi bara ekki betur um einkenni heilahristnings. Mér leið skringilega en spáði lítið í því.“ „Í fyrstu leikjunum var ég í smá vandræðum með daglegt amstur og fann að ég var ekki eins og ég átti að mér að vera. Svo í leik gegn ÍBV fæ ég fast skot í höfuðið og eftir það fannst mér ég vera frekar ringlaður inn á vellinum.“ „Daginn eftir vakna ég og líður eins og ég sé ekki í líkamanum. Ég var kolringlaður og gat varla gengið. Þá fyrst fór ég að láta athuga mig,“ sagði Guðjón Árni. En er hann ekki einfaldlega að segja óbeint að hann verði að leggja knattspyrnuskóna á hilluna? „Jú, jú - þannig. En maður þarf að huga að nokkrum öðrum þáttum í þessu. Það væri langskynsamlegast að hafa hætt í fyrra en ég varð einkennalaus, leið vel og gat spilað fótbolta. Það gerði mig vongóðan um að geta haldið áfram. Ég held ég tefli ekkert með tvær hættur með höfuðið á mér,“ sagði Guðjón Árni Antoníusson. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
„Ég veit það ekki. Ég vildi ég gæti svarað því afdráttarlaust, en það eru líkur á því. Ég á eftir að taka lokaákvörðun,“ sagði GuðjónÁrniAntoníusson við ArnarBjörnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, aðspurður hvort hann væri búinn að spila sinn síðasta fótboltaleik. Guðjón Árni hefur lítið sem ekkert getað spilað undanfarna 18 mánuði vegna höfuðmeiðsla. Læknum sem hafa skoðað hann líst ekki á blikuna. „Þeir eru ekki bjartsýnir. Þeir eru allir á sama máli um að ég þurfi að taka mér góða hvíld frá knattspyrnu,“ sagði Guðjón Árni en hvað var það sem gerðist? „Þetta gerðist fyrst í fyrra, nokkrum dögum fyrir fyrsta leik. Þá fæ ég þungt högg á höfuðið á æfingu og skömmu síðar fæ ég annað þungt högg á höfuðið. Ég vissi bara ekki betur um einkenni heilahristnings. Mér leið skringilega en spáði lítið í því.“ „Í fyrstu leikjunum var ég í smá vandræðum með daglegt amstur og fann að ég var ekki eins og ég átti að mér að vera. Svo í leik gegn ÍBV fæ ég fast skot í höfuðið og eftir það fannst mér ég vera frekar ringlaður inn á vellinum.“ „Daginn eftir vakna ég og líður eins og ég sé ekki í líkamanum. Ég var kolringlaður og gat varla gengið. Þá fyrst fór ég að láta athuga mig,“ sagði Guðjón Árni. En er hann ekki einfaldlega að segja óbeint að hann verði að leggja knattspyrnuskóna á hilluna? „Jú, jú - þannig. En maður þarf að huga að nokkrum öðrum þáttum í þessu. Það væri langskynsamlegast að hafa hætt í fyrra en ég varð einkennalaus, leið vel og gat spilað fótbolta. Það gerði mig vongóðan um að geta haldið áfram. Ég held ég tefli ekkert með tvær hættur með höfuðið á mér,“ sagði Guðjón Árni Antoníusson. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira