Lífið

Við erum ekki að deita

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Melanie, Sharon og Antonio.
Melanie, Sharon og Antonio.
Tímaritið Grazia heldur því fram í nýjasta hefti sínu að leikkonan Sharon Stone og leikarinn Antonio Banderas séu byrjuð saman en þau hafa verið vinir um árabil.

Í byrjun júní tilkynntu Antonio og leikkonan Melanie Griffith að þau væru skilin eftir átján ára hjónaband.

Sharon segir þessa frétt Grazia algjörlega ósanna.

„Antonio er eins og bróðir minn og Melanie hefur verið viðstödd fæðingu barna minna þriggja. Þau eru fjölskylda mín," segir Sharon og bætir við að fréttin sé afar ófagmannlega unnin.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Antonio lendir í klóm fjölmiðla því fyrir stuttu bárust þær fregnir að hann væri að deita indversku leikkonuna Mallika Sherawat. Hún sagði í samtali við E! News að það væri ekki satt.

„Antonio Banderas er yndislegur maður, frábær dansari og kunningi minn. Ég fór ekki í frí með honum og mér finnst leiðinlegt að hann sé að skilja."


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.