Lífið

Courteney Cox trúlofuð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Courteney Cox er búin að trúlofast kærasta sínum, Snow Patrol-rokkaranum Johnny McDaid.

Courteney setti mynd af sé og Johnny á Twitter í gær og skrifaði:

„Ég er trúlofuð honum!“ Johnny gerði slíkt hið sama og skrifaði: „Ég er trúlofaður henni!“

Parið sást fyrst saman í desember í fyrra í teiti heima hjá Jennifer Aniston, sem lék með Courteney í sjónvarpsþáttunum Friends. 

Courteney var áður gift leikaranum David Arquette en skilnaður þeirra gekk í gegn í maí í fyrra. Þau eiga saman dótturina Coco en David eignaðist soninn Charlie með kærustu sinni Christinu McLarty í apríl á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.