Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Valur 2-1 | Atli sýndi snilli sína Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaplakrika skrifar 27. júní 2014 11:50 Halldór Hermann Jónsson tæklar Atla Viðar Björnsson í Krikanum í kvöld. Vísir/arnþór Atli Guðnason tryggði FH-ingum þrjú stig með því að skora bæði mörkin í 2-1 sigri á Val í kvöld. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Atli kom FH sanngjarnt yfir í fyrri hálfleik en jafnræði var með liðunum í þeim síðari eftir klaufalegt sjálfsmark Kassim Doumbia snemma í þeim síðari. FH-ingar voru þó heilt yfir líklegri til að skora og fengu vítaspyrnu eftir að Mads Nielsen braut á Atla - sem tók vítið sjálfur og skoraði. Eftir rólega byrjun fóru heimamenn að sýna klærnar. Valsvörnin hafði haldið ágætlega í upphafi leiks en sóknarmenn FH eru klókir og fljótir að refsa gerist andstæðingurinn sekur um einbeitingarleysi eitt augnablik. Á nítjándu mínútu komust FH-ingar í hraða sókn og náði Valsvörnin ekki að fylgja eftir. Atli Viðar Björnsson og Atli Guðnason spiluðu laglega sín á milli, sá síðarnefndi komst einn gegn Fjalari Þorgeirssyni og eftirleikurinn auðveldur. FH-ingar voru ekki á því að gefa eftir heldur héldu uppteknum hætti. Þeir voru nokkrum sinnum frá því að koma sér í ákjósanlega stöðu en tókst þó yfirleitt ekki að koma sér framhjá síðasta manni Valsvarnarinnar. Heimamenn gáfu heldur engin færi á sér og engin tilviljun að vörn liðsins hafi aðeins fengið á sig þrjú deildarmörk fyrir leikinn. Valsmönnum gekk þolanlega að færa boltann fram en þegar kom að því að almennilega hættu við mark FH-inga var árangurinn enginn. Mörk vilja breyta leikjum og það gerði jöfnunarmark Valsmanna snemma í síðari hálfleik. Það var reyndar sjálfsmark hins öfluga Kassim Doumbia, sem hefur vart stigið feilspor í sumar, þegar hann skallaði fyrirgjöf Sigurðar Egils Lárussonar klaufalega í markið. Það kom meiri kraftur í Valsmenn eftir markið og þeir voru nálægt því að ná forystunni eftir einkar vel útfærða aukaspyrnu sem lauk með því að Bjarni Ólafur Eiríksson þrumaði í stöngina. FH-ingar voru þó meira með boltann og líklegri til að skapa sér færi, sem gekk þó erfiðlega. Atli Guðnason er þó óþreytandi og sýndi snilli sína þegar hann skóp aðstæður fyrir sigurmarkið í uppbótartíma. Hann var kominn á góðan sprett inn í teig Valsmanna þegar annars fínn varnarmaður gestanna, Mads Nielsen, virtist brjóta á honum. Atli framkvæmdi vítaspyrnuna örugglega og tryggði sínum mönnum sigurinn. Sigurinn verður líklega að teljast sanngjarn þó svo að FH-ingar hafi oft spilað betur en í þessum leik. Þeir voru þó sterkari aðilinn gegn ágætlega skipulögðu liði Valsmanna sem sakna þess sárt að vera með alvöru framherja í sínu liði. Sóknarleikur liðsins var eftir því og ansi rislítill lengst af.vísir/arnþórHeimir: Fyrirgefum Kassim sjálfsmarkiðHeimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga, var vitaskuld ánægður með að hafa unnið dramatískan 2-1 sigur á Valsmönnum í kvöld. „Ég veit ekki hvort þetta var verðskuldað. Valsararnir eru sterkir og með gríðarlega gott lið. Mér fannst við þó ívið sterkari,“ sagði Heimir. „Jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit en smá galdrar frá Atla í restina kláruðu þrjú stig fyrir okkur.“ Hann viðurkennir þó að FH-ingar hefðu getað spilað betur í leiknum, sérstaklega eftir jöfnunarmark Valsara. „Við vorum of mikið í löngu boltunum eftir því sem leið á leikinn en fyrst við fengum stigin þrjú getum við ekki verið annað en sáttir.“ Mark Vals var reyndar sjálfsmark Kassim Doumbia og aðeins fjórða markið sem FH fær á sig í sumar. „Í fyrsta lagi vorum við of seinir að setja pressu á manninn sem gaf fyrir. Kassim misreiknaði sig svo eitthvað en hann hefur staðið sig afar vel. Við fyrirgefum honum þetta fyrst við unnum leikinn.“ Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, fékk snemma áminningu í leiknum og slapp við síðara spjaldið þrátt fyrir að hafa brotið nokkrum sinnum af sér í leiknum. „Við vorum komnir í álitlega sókn þegar hann stöðvaði Atla Guðnason og það fannst mér að hefði mögulega getað verið gult spjald. Engu að síður dæmdi Kiddi vel í leiknum og þetta fannst mér eina spurningamerkið.“ Heimir segist ánægður með þá stefnu sem FH hefur markað sér enda liðið taplaust á topppnum. „Við erum efstir í deildinni og búnir að vinna sjö af leiki af tíu. Við erum bara sáttir og bjartsýnir á framhaldið. Við erum þó meðvitaðir um að við getum bætt okkur.“vísir/arnþórMagnús: Eigum að geta unnið FH-ingaMagnús Gylfason segir að Valsmenn hafi spilað til sigurs og að liðið sé nógu sterkt til að geta unnið topplið FH. Það stefndi í 1-1 jafntefli þegar Atli Guðnason sótti vítaspyrnu sem hann skoraði svo sjálfur úr í uppbótartíma. En var Magnús á því að vítaspyrnudómurinn hafi verið réttur? „Varnarvinnan fyrir framan vítateiginn var léleg. Svo kom Mads og steig inn í hlaupalínu Atla. Mér fannst hann taka boltann og sýna góðan varnarleik en Kiddi var ekki sammála því,“ sagði Magnús og átti þar við Kristinn Jakobsson, dómara leiksins. „En ég sá þetta ekki nógu vel og verð að bíða eftir sjónvarpsupptökunum,“ bætti Magnús við. Hann sagði að Valsmenn hefðu leikið til sigurs í kvöld og verið nálægt því þegar Bjarni Ólafur skaut í stöng í stöðunni 1-1. „Mér finnst við vera með það gott lið að við eigum að geta unnið FH, sem er reyndar að spila mjög vel þessa dagana. En það var lag á að vinna þá í dag.“ „Við vorum ekki í vandræðum með sóknarleik FH lengst af í dag en þegar Atli Guðna nær að leika menn upp úr skónum skapast alltaf hætta.“ Magnús viðurkenndi þó að það hafi ekki verið mikið bit í sóknarleik Valsmanna í dag. „Við verðum að vera fyrst og fremst skynsamir gegn sterku liði á útivelli og því var ekki mikið bit í okkur.“ „Auðvitað hefði ég viljað meira og okkur vantar reyndar okkar helsta sóknarmann en ég vonast til að hann [Patrick Pedersen] verði nálægt því að spila næsta leik. Það er reyndar langt í hann.“vísir/arnþórDoumbia: Missti ekki sjálfstraustið Kassim Doumbia, varnarmaður FH, átti góðan leik í kvöld en gerði sig þó sekan um sjaldséð mistök er hann skallaði fyrirgjöf Valsmanna í eigið mark. Atli Guðnason kom honum þó til bjargar þegar hann skoraði sigurmark FH úr vítaspyrnu í uppbótartíma. „Mér var sérstaklega létt út af sjálfsmarkinu. Það getur auðvitað hent alla leikmenn að skora í eigið mark en ég neita því ekki að ég var sérstaklega ánægður,“ sagði Doumbia við Vísi eftir leikinn. „Þeir komust ekki nálægt því að skora í kvöld og því var það sérstaklega svekkjandi að skora sjálfsmark. Það hefði verið erfitt að sætta sig við 1-1 jafntefli.“ Hann segir þó að FH-ingar hafi ekki misst einbeitinguna eftir jöfnunarmark Vals. „Svona er fótboltinn. Ég gleymdi þessu um leið og nú er ég ánægður með sigurinn.“ FH hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig í deildinni í allt sumar og Kassim segir að varnarmenn FH hafi náð vel saman. „Fyrsta markið sem við fengum á okkur í sumar hefði aldrei átt að standa út af rangstöðu. Við færðum svo Þór mark á silfurfati og svo kom sjálfsmarkið í kvöld.“ „Vörnin okkar er góð því við æfum vel saman og náum að yfirfæra það á leikina. Það skiptir höfuðmáli.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Atli Guðnason tryggði FH-ingum þrjú stig með því að skora bæði mörkin í 2-1 sigri á Val í kvöld. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Atli kom FH sanngjarnt yfir í fyrri hálfleik en jafnræði var með liðunum í þeim síðari eftir klaufalegt sjálfsmark Kassim Doumbia snemma í þeim síðari. FH-ingar voru þó heilt yfir líklegri til að skora og fengu vítaspyrnu eftir að Mads Nielsen braut á Atla - sem tók vítið sjálfur og skoraði. Eftir rólega byrjun fóru heimamenn að sýna klærnar. Valsvörnin hafði haldið ágætlega í upphafi leiks en sóknarmenn FH eru klókir og fljótir að refsa gerist andstæðingurinn sekur um einbeitingarleysi eitt augnablik. Á nítjándu mínútu komust FH-ingar í hraða sókn og náði Valsvörnin ekki að fylgja eftir. Atli Viðar Björnsson og Atli Guðnason spiluðu laglega sín á milli, sá síðarnefndi komst einn gegn Fjalari Þorgeirssyni og eftirleikurinn auðveldur. FH-ingar voru ekki á því að gefa eftir heldur héldu uppteknum hætti. Þeir voru nokkrum sinnum frá því að koma sér í ákjósanlega stöðu en tókst þó yfirleitt ekki að koma sér framhjá síðasta manni Valsvarnarinnar. Heimamenn gáfu heldur engin færi á sér og engin tilviljun að vörn liðsins hafi aðeins fengið á sig þrjú deildarmörk fyrir leikinn. Valsmönnum gekk þolanlega að færa boltann fram en þegar kom að því að almennilega hættu við mark FH-inga var árangurinn enginn. Mörk vilja breyta leikjum og það gerði jöfnunarmark Valsmanna snemma í síðari hálfleik. Það var reyndar sjálfsmark hins öfluga Kassim Doumbia, sem hefur vart stigið feilspor í sumar, þegar hann skallaði fyrirgjöf Sigurðar Egils Lárussonar klaufalega í markið. Það kom meiri kraftur í Valsmenn eftir markið og þeir voru nálægt því að ná forystunni eftir einkar vel útfærða aukaspyrnu sem lauk með því að Bjarni Ólafur Eiríksson þrumaði í stöngina. FH-ingar voru þó meira með boltann og líklegri til að skapa sér færi, sem gekk þó erfiðlega. Atli Guðnason er þó óþreytandi og sýndi snilli sína þegar hann skóp aðstæður fyrir sigurmarkið í uppbótartíma. Hann var kominn á góðan sprett inn í teig Valsmanna þegar annars fínn varnarmaður gestanna, Mads Nielsen, virtist brjóta á honum. Atli framkvæmdi vítaspyrnuna örugglega og tryggði sínum mönnum sigurinn. Sigurinn verður líklega að teljast sanngjarn þó svo að FH-ingar hafi oft spilað betur en í þessum leik. Þeir voru þó sterkari aðilinn gegn ágætlega skipulögðu liði Valsmanna sem sakna þess sárt að vera með alvöru framherja í sínu liði. Sóknarleikur liðsins var eftir því og ansi rislítill lengst af.vísir/arnþórHeimir: Fyrirgefum Kassim sjálfsmarkiðHeimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga, var vitaskuld ánægður með að hafa unnið dramatískan 2-1 sigur á Valsmönnum í kvöld. „Ég veit ekki hvort þetta var verðskuldað. Valsararnir eru sterkir og með gríðarlega gott lið. Mér fannst við þó ívið sterkari,“ sagði Heimir. „Jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit en smá galdrar frá Atla í restina kláruðu þrjú stig fyrir okkur.“ Hann viðurkennir þó að FH-ingar hefðu getað spilað betur í leiknum, sérstaklega eftir jöfnunarmark Valsara. „Við vorum of mikið í löngu boltunum eftir því sem leið á leikinn en fyrst við fengum stigin þrjú getum við ekki verið annað en sáttir.“ Mark Vals var reyndar sjálfsmark Kassim Doumbia og aðeins fjórða markið sem FH fær á sig í sumar. „Í fyrsta lagi vorum við of seinir að setja pressu á manninn sem gaf fyrir. Kassim misreiknaði sig svo eitthvað en hann hefur staðið sig afar vel. Við fyrirgefum honum þetta fyrst við unnum leikinn.“ Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, fékk snemma áminningu í leiknum og slapp við síðara spjaldið þrátt fyrir að hafa brotið nokkrum sinnum af sér í leiknum. „Við vorum komnir í álitlega sókn þegar hann stöðvaði Atla Guðnason og það fannst mér að hefði mögulega getað verið gult spjald. Engu að síður dæmdi Kiddi vel í leiknum og þetta fannst mér eina spurningamerkið.“ Heimir segist ánægður með þá stefnu sem FH hefur markað sér enda liðið taplaust á topppnum. „Við erum efstir í deildinni og búnir að vinna sjö af leiki af tíu. Við erum bara sáttir og bjartsýnir á framhaldið. Við erum þó meðvitaðir um að við getum bætt okkur.“vísir/arnþórMagnús: Eigum að geta unnið FH-ingaMagnús Gylfason segir að Valsmenn hafi spilað til sigurs og að liðið sé nógu sterkt til að geta unnið topplið FH. Það stefndi í 1-1 jafntefli þegar Atli Guðnason sótti vítaspyrnu sem hann skoraði svo sjálfur úr í uppbótartíma. En var Magnús á því að vítaspyrnudómurinn hafi verið réttur? „Varnarvinnan fyrir framan vítateiginn var léleg. Svo kom Mads og steig inn í hlaupalínu Atla. Mér fannst hann taka boltann og sýna góðan varnarleik en Kiddi var ekki sammála því,“ sagði Magnús og átti þar við Kristinn Jakobsson, dómara leiksins. „En ég sá þetta ekki nógu vel og verð að bíða eftir sjónvarpsupptökunum,“ bætti Magnús við. Hann sagði að Valsmenn hefðu leikið til sigurs í kvöld og verið nálægt því þegar Bjarni Ólafur skaut í stöng í stöðunni 1-1. „Mér finnst við vera með það gott lið að við eigum að geta unnið FH, sem er reyndar að spila mjög vel þessa dagana. En það var lag á að vinna þá í dag.“ „Við vorum ekki í vandræðum með sóknarleik FH lengst af í dag en þegar Atli Guðna nær að leika menn upp úr skónum skapast alltaf hætta.“ Magnús viðurkenndi þó að það hafi ekki verið mikið bit í sóknarleik Valsmanna í dag. „Við verðum að vera fyrst og fremst skynsamir gegn sterku liði á útivelli og því var ekki mikið bit í okkur.“ „Auðvitað hefði ég viljað meira og okkur vantar reyndar okkar helsta sóknarmann en ég vonast til að hann [Patrick Pedersen] verði nálægt því að spila næsta leik. Það er reyndar langt í hann.“vísir/arnþórDoumbia: Missti ekki sjálfstraustið Kassim Doumbia, varnarmaður FH, átti góðan leik í kvöld en gerði sig þó sekan um sjaldséð mistök er hann skallaði fyrirgjöf Valsmanna í eigið mark. Atli Guðnason kom honum þó til bjargar þegar hann skoraði sigurmark FH úr vítaspyrnu í uppbótartíma. „Mér var sérstaklega létt út af sjálfsmarkinu. Það getur auðvitað hent alla leikmenn að skora í eigið mark en ég neita því ekki að ég var sérstaklega ánægður,“ sagði Doumbia við Vísi eftir leikinn. „Þeir komust ekki nálægt því að skora í kvöld og því var það sérstaklega svekkjandi að skora sjálfsmark. Það hefði verið erfitt að sætta sig við 1-1 jafntefli.“ Hann segir þó að FH-ingar hafi ekki misst einbeitinguna eftir jöfnunarmark Vals. „Svona er fótboltinn. Ég gleymdi þessu um leið og nú er ég ánægður með sigurinn.“ FH hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig í deildinni í allt sumar og Kassim segir að varnarmenn FH hafi náð vel saman. „Fyrsta markið sem við fengum á okkur í sumar hefði aldrei átt að standa út af rangstöðu. Við færðum svo Þór mark á silfurfati og svo kom sjálfsmarkið í kvöld.“ „Vörnin okkar er góð því við æfum vel saman og náum að yfirfæra það á leikina. Það skiptir höfuðmáli.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira