Lífið

Madonna hefur komið af stað nýrri tískubylgju

Söngkonan Rita Ora hefur sagst líta upp til Madonnu.
Söngkonan Rita Ora hefur sagst líta upp til Madonnu.
Eins og Vísir greindi frá í gær þá birti söngkonan Madonna fremur vafasamar myndir af sér eftir að hafa verið í ræktinni.

Það tók kollega hennar, söngkonuna Rita Ora ekki langan tíma að birta samskonar myndir en Ora hefur nýlega játað að hún líti upp til Madonnu.

Það virðist vera eini munurinn á myndunum að, á meðan Madonna var ekki til höfð og ómáluð þá er eins og Ora hafi fengið förðunarfræðing til þess að gera sig til fyrir myndatökuna.

Ora hætti nýlega með kærasta sínum, Calvin Harris, en virðist vera að taka sambandsslitunum mjög vel, ef marka má Instagram aðgang hennar en vafasömu myndir Oru má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.