Lífið

Fyrstu myndir af Lupita fyrir Lancome

Lupita fór með stórleik í kvikmyndinni 12 Years a Slave.
Lupita fór með stórleik í kvikmyndinni 12 Years a Slave. mynd/lancome
Lupita Nyong'o skaust upp á stjörnuhimininn á seinasta ári þegar hún fór með stórleik í kvikmyndinni 12 Years a Slave sem hún hlaut Óskarsverðlaun fyrir í kjölfarið.

Leikkonan frækna hefur verið mjög eftirsótt í auglýsingar og tímarit eftir Óskarsverðlaunin og að hafa verið valin fallegasta kona heims en hún var meðal annars á forsíðu Vogue tímaritsins í þessum mánuði

Nýjasta myndbirting hennar er í auglýsingu fyrir snyrtivörufyrirtækið Lancome þar sem hún lítur stórglæsilega út ásamt snyrtivörum fyrirtækisins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.