FH stefnir KSÍ og krefst 700 þúsund króna Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar 26. júní 2014 15:13 Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH. Vísir/Pjetur Knattspyrnudeild FH hefur stefnt Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) og krefst þess að fá 700 þúsund krónur greiddar frá sambandinu. Málið snýst um meinta misnotkun á aðgangspössum KSÍ. KSÍ gefur út svokallaða A-passa á hverju ári en þeir veita frítt aðgengi að knattspyrnuleikjum á Íslandi. Skýrt er kveðið á um í reglugerð hverjir fá slíka passa en meðal handhafa þeirra eru stjórnar- og nefndarmenn KSÍ og knattspyrnudómarar. Stefna FH er tilkomin þar sem menn þar á bæ telja að misnotkun á úthlutun þessara passa hafi orðið til þess að félagið missti af tekjum og vill félagið fá þær tekjur til baka. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir í samtali við Vísi, að hann hafi lengi bent á þessa misnotkun en talað fyrir daufum eyrum. Hann hafi því tekið sig til, greint nafnalista yfir handhafa A-passanna og komist að því að um 40 einstaklingar á listanum uppfylltu ekki skilyrði fyrir að fá úthlutað passanum. „Ég sendi KSÍ bréf þar sem sambandinu voru gefnir tveir kostir. Að afturkalla þessa passa eða borga fyrir aðgengi þessa fólks. Ég fékk svar í þá áttina að mér kæmi þetta ekki við. Þá var ekki annað í stöðunni en að senda sambandinu reikning upp 700 þúsund krónur fyrir aðgengi þessara 40 einstaklinga á ellefu heimaleiki FH síðastliðið sumar. Þeim reikningi var hafnað í tvígang og því var það sent í innheimtu. Og nú er málið komið fyrir dómstóla,“ segir Jón Rúnar. Aðspurður hvort þetta sé hluti af valdatafli milli hans og forystu KSÍ segir Jón Rúnar svo ekki vera. „Þetta er prinsipp- og innheimtumál. Ekkert annað. KSÍ getur ekki verið að bjóða hverjum sem er í partý til mín. Ég vil hafa eitthvað um það segja hverjir koma í mín partý,“ segir Jón Rúnar og bætir við að verið sé að vanvirða þessa passa með því útdeila þeim til hvaða jólasveina sem er. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir í samtali við Vísi að hann sé sorgmæddur yfir þessum málatilbúnaði. „Við höfum unnið þessi mál í góðri sátt við aðilarfélögin og þessi úthlutun byggir að einhverju leyti á hefð,“ segir Geir. Aðspurður um hvort hann óttist að mögulegur dómur FH í hag hafi fordæmisgildi og að sambandið fái í kjölfarið yfir sig holskelfu af reikningum frá hinum ellefu liðum Pepsi-deildarinnar segir Geir svo ekki vera. „Ekkert annað félag innan okkar vébanda hefur gert athugasemdir við úthlutun þessara passa.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Knattspyrnudeild FH hefur stefnt Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) og krefst þess að fá 700 þúsund krónur greiddar frá sambandinu. Málið snýst um meinta misnotkun á aðgangspössum KSÍ. KSÍ gefur út svokallaða A-passa á hverju ári en þeir veita frítt aðgengi að knattspyrnuleikjum á Íslandi. Skýrt er kveðið á um í reglugerð hverjir fá slíka passa en meðal handhafa þeirra eru stjórnar- og nefndarmenn KSÍ og knattspyrnudómarar. Stefna FH er tilkomin þar sem menn þar á bæ telja að misnotkun á úthlutun þessara passa hafi orðið til þess að félagið missti af tekjum og vill félagið fá þær tekjur til baka. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir í samtali við Vísi, að hann hafi lengi bent á þessa misnotkun en talað fyrir daufum eyrum. Hann hafi því tekið sig til, greint nafnalista yfir handhafa A-passanna og komist að því að um 40 einstaklingar á listanum uppfylltu ekki skilyrði fyrir að fá úthlutað passanum. „Ég sendi KSÍ bréf þar sem sambandinu voru gefnir tveir kostir. Að afturkalla þessa passa eða borga fyrir aðgengi þessa fólks. Ég fékk svar í þá áttina að mér kæmi þetta ekki við. Þá var ekki annað í stöðunni en að senda sambandinu reikning upp 700 þúsund krónur fyrir aðgengi þessara 40 einstaklinga á ellefu heimaleiki FH síðastliðið sumar. Þeim reikningi var hafnað í tvígang og því var það sent í innheimtu. Og nú er málið komið fyrir dómstóla,“ segir Jón Rúnar. Aðspurður hvort þetta sé hluti af valdatafli milli hans og forystu KSÍ segir Jón Rúnar svo ekki vera. „Þetta er prinsipp- og innheimtumál. Ekkert annað. KSÍ getur ekki verið að bjóða hverjum sem er í partý til mín. Ég vil hafa eitthvað um það segja hverjir koma í mín partý,“ segir Jón Rúnar og bætir við að verið sé að vanvirða þessa passa með því útdeila þeim til hvaða jólasveina sem er. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir í samtali við Vísi að hann sé sorgmæddur yfir þessum málatilbúnaði. „Við höfum unnið þessi mál í góðri sátt við aðilarfélögin og þessi úthlutun byggir að einhverju leyti á hefð,“ segir Geir. Aðspurður um hvort hann óttist að mögulegur dómur FH í hag hafi fordæmisgildi og að sambandið fái í kjölfarið yfir sig holskelfu af reikningum frá hinum ellefu liðum Pepsi-deildarinnar segir Geir svo ekki vera. „Ekkert annað félag innan okkar vébanda hefur gert athugasemdir við úthlutun þessara passa.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira