Erlent

Býður stórfé takist að sanna að hlýnun jarðar sé ekki af mannavöldum

ingvar haraldsson skrifar
Christopher Keating býður hverju sem getur afsannað að hlýnun jarðar sé af mannavöldum tíu þúsund dollara.
Christopher Keating býður hverju sem getur afsannað að hlýnun jarðar sé af mannavöldum tíu þúsund dollara. nordicphotos/getty
Dr. Christopher Keating, eðlisfræðiprófessor við Suður-Karólínu háskóla, býður hverjum þeim sem getur sýnt fram á með óhyggjandi hætti að hlýnun jarðar sé ekki af mannavöldum tíu þúsund dollara, ríflega 1,1 milljón íslenskra króna. The Balze greinir frá.

Keating er kominn með nóg af því að heyra frá þeim sem efast um að mannanna verk séu á bakvið hækkandi hitastigi á jörðinni. „ Þetta ætti að vera auðvelt fyrir efahyggjumenn, þeir þurfa ekki einu sinni að finna sönnunina sjálfir, þeir geta bara tekið hana af einhverri vefsíðu,“ segir eðlisfræðingurinn.

Keating ætlar sjálfur að dæma um hvort sönnunin standist hina vísindalegu aðferð. Þrátt fyrir að vera dómari í eigin sök segir Keating að hann verði sanngjarn dómari. Hann er þó þess fullviss að hann muni ekki þurfa að borga svo mikið sem eitt sent.

„Öll sönnunargögn benda til þess að yfirgnæfandi likur séu á að hlýnun jarðar sé af mannavöldum.“

Tveir aðilar hafa sent inn tillögur. Keating hefur hafnað þeim báðum á grundvelli þess að þær séu ófullnægjandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×