Utanríkisráðherra fundar í Kína Randver Kári Randversson skrifar 26. júní 2014 11:27 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með viðskiptaráðherra Kína. Vísir/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er þessa dagana í heimsókn í Kína ásamt viðskiptasendinefnd. Fundar hann þar með ráðamönnum og kynnir sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í Kína og hvernig megi auka og víkka út viðskipti og samstarf Íslands og Kína á næstu árum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Fyrr í dag átti utanríkisráðherra fund í Peking með viðskiptaráðherra Kína, Gao Hucheng, í tilefni af gildistöku fríverslunarsamnings Íslands og Kína 1. júlí nk. Ræddu ráðherrarnir vaxandi viðskipti ríkjanna og þau tímamót í samskiptum ríkjanna sem fríverslunarsamningurinn markar. Vonir standa til að samningurinn auki verulega viðskipti ríkjanna. Efnahagslegt samstarf af ýmsum toga var rætt, ekki síst þróun samstarfs í orkumálum, m.a. jarðvarma. Þá ræddu ráðherrarnir ferðamál, samvinnu á Drekasvæðinu og áhuga íslenskra fyrirtækja á sölu á ýmsum kjötafurðum og mjólkurvörum til Kína. Þá fundaði utanríkisráðherra með varautanríkisráðherra Kína, Wang Chao. Fögnuðu ráðherrarnir þeim tækifærum sem fælust í fríverslun milli ríkjanna, auknu samstarfi á ýmsum sviðum og því samráði sem hér væri hafið samkvæmt viljayfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna frá fyrra ári. Í því samhengi minntust þeir nýgerðs samkomulags um samráð á sviði vinnumála. Norðurslóðamál bar hátt á fundinum, áherslur Íslands á því sviði og samstarfsmöguleikar m.a. á sviði umhverfisverndar. Evrópumál og efnahagsmál bar einnig á góma, sem og mikilvægi jafnréttismála. Á morgun fundar Gunnar Bragi Sveinsson með utanríkisráðherra Kína, Wang Yi. Þá ávarpar hann viðskiptaþing íslenskra og kínverskra fyrirtækja en á þinginu er lögð áhersla á matvælaútflutning þ.m.t. sjávarafurðir. Ráðherra mun ennfremur funda með forstjóra Sinopec Group, sem er í samstarfi við Orka Energy um hitaveituverkefni í Kína. Illugi og Orka Energy Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er þessa dagana í heimsókn í Kína ásamt viðskiptasendinefnd. Fundar hann þar með ráðamönnum og kynnir sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í Kína og hvernig megi auka og víkka út viðskipti og samstarf Íslands og Kína á næstu árum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Fyrr í dag átti utanríkisráðherra fund í Peking með viðskiptaráðherra Kína, Gao Hucheng, í tilefni af gildistöku fríverslunarsamnings Íslands og Kína 1. júlí nk. Ræddu ráðherrarnir vaxandi viðskipti ríkjanna og þau tímamót í samskiptum ríkjanna sem fríverslunarsamningurinn markar. Vonir standa til að samningurinn auki verulega viðskipti ríkjanna. Efnahagslegt samstarf af ýmsum toga var rætt, ekki síst þróun samstarfs í orkumálum, m.a. jarðvarma. Þá ræddu ráðherrarnir ferðamál, samvinnu á Drekasvæðinu og áhuga íslenskra fyrirtækja á sölu á ýmsum kjötafurðum og mjólkurvörum til Kína. Þá fundaði utanríkisráðherra með varautanríkisráðherra Kína, Wang Chao. Fögnuðu ráðherrarnir þeim tækifærum sem fælust í fríverslun milli ríkjanna, auknu samstarfi á ýmsum sviðum og því samráði sem hér væri hafið samkvæmt viljayfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna frá fyrra ári. Í því samhengi minntust þeir nýgerðs samkomulags um samráð á sviði vinnumála. Norðurslóðamál bar hátt á fundinum, áherslur Íslands á því sviði og samstarfsmöguleikar m.a. á sviði umhverfisverndar. Evrópumál og efnahagsmál bar einnig á góma, sem og mikilvægi jafnréttismála. Á morgun fundar Gunnar Bragi Sveinsson með utanríkisráðherra Kína, Wang Yi. Þá ávarpar hann viðskiptaþing íslenskra og kínverskra fyrirtækja en á þinginu er lögð áhersla á matvælaútflutning þ.m.t. sjávarafurðir. Ráðherra mun ennfremur funda með forstjóra Sinopec Group, sem er í samstarfi við Orka Energy um hitaveituverkefni í Kína.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira