Lífið

Harry Potter-stjarna syngur fyrir Ásdísi Rán

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Í nýjum þætti af Heimi ísdrottningarinnar, sem sýndur var á Stöð 2 á þriðjudagskvöld, var fylgst með ferðum glamúrfyrirsætunnar Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur í London.

Ásdís fór meðal annars í myndatöku fyrir tímaritið GQ og Top Gear en með henni í myndatökunni var leikarinn Jon Campling. Hann er hvað þekktastur fyrir að leika í myndunum Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 og Part 2.

Vel fór á með þeim Ásdísi og Jon og söng leikarinn meira að segja fyrir fyrirsætuna.

Þá býður Ásdís líka uppá fegurðarráð í meðfylgjandi myndskeiði en hún mælir með því að drekka sjö lítra af vatni á dag til að hreinsa líkamann fyrir myndatöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.