Innlent

Engar nauðganir eða líkamsárásir kærðar á Secret Solstice

Bjarki Ármannsson skrifar
Talið er að á tíunda þúsund manns hafi verið í dalnum þegar hátíðin stóð sem hæst.
Talið er að á tíunda þúsund manns hafi verið í dalnum þegar hátíðin stóð sem hæst. Vísir/Stefán
Lögreglu hafa ekki borist neinar kærur vegna nauðgana eða annarra kynferðisbrota á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fór í Laugardalnum um síðustu helgi. Jafnframt hafa engar kærur verið lagðar fram vegna líkamsárása í tengslum við hátíðina.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns lögregluembættsins á höfuðborgarsvæðinu, við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir einnig að samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku Landspítala hafi enginn leitað þangað vegna kynferðisbrota eftir hátíðina. Hann tekur fram að samstarf tónleikahaldara við lögreglu hafi verið til fyrirmyndar.  

Talið er að hátt á tíunda þúsund manns hafi lagt leið sína í Laugardalinn þegar hátíðin stóð sem hæst. Alls komu upp á sjötta tug mála þar sem lögregla lagði hald á ólögleg fíkniefni, en aðferðir lögreglu í þeim málum hafa verið gagnrýnd.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×