Fótbolti

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Stuttu eftir atvikið.
Stuttu eftir atvikið. Vísir/Getty
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi á hjálp að halda. Suárez skaust enn einu sinni fram á sviðsljósið í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær þegar hann beit Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Suárez bítur leikmann. Árið 2010 beit hann Otman Bakkal í leik Ajax og PSV og fékk 7 leikjabann. Það virtist ekki kenna leikmanninum mikið en aðeins þremur árum síðast var hann byrjaður á ný. Í þetta skiptið var það Branislav Ivanovic í leik Liverpool og Chelsea og fékk Suárez tíu leikja bann.

„Það er enginn vafi á því að hann er einn af bestu leikmönnum heims. Hann getur unnið leiki upp á eigin spýtur en það er ekki hægt að haga sér svona. Að mínu mati þarf hann að leita sér aðstoðar því ef þú hefur enga stjórn á eigin aðgerðum á svona stundum áttu ekki að vera inn á vellinum,“ sagði Martinez sem taldi að hegðun Suarez væri það eina sem hægt væri að tala um eftir leik.

„Við getum ekki rætt leikinn, ekki hvað Úrúgvæ gerði né að Prandelli hafi tekið Balotelli útaf í hálfleik. Það eina sem skiptir máli er afhverju Suárez fékk að leika áfram eftir þetta. Þetta er leikmaður sem á að vera fyrirmynd fyrir yngri kynslóðir og það er einfaldlega ekki hægt að verja aðgerðir hans,“ sagði Martinez.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×