„Augljóst lögbrot“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júní 2014 19:15 Fréttablaðið greindi frá því í morgun að dótturfélag Samherja hefði lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómara sem veitti Seðlabankanum húsleitarheimild hjá fyrirtækinu í mars árið 2012. Dómarinn hefur um árabil starfað sem héraðsdómari en er nú settur dómari við Hæstarétt Íslands. Í kæru dótturfélags Samherja kemur fram að félagið telji meðferð dómarans, varðandi kröfur um húsleitir og haldlagningu, hafa verið andstæða lögum. Dómarinn hafi með háttsemi sinni brotið gegn 131. gr. almennra hegningarlaga en brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir augljóst að lög hafi verið brotin í málinu. „Við teljum að dómari hafi komist að rangri niðurstöðu og að það hafi verið brotin lög á okkur. Við erum einfaldlega að leita réttar okkar því við teljum að dómstólar þurfi að fara að lögum eins og aðrir“, segir Þorsteinn.Það að saka hæstaréttardómara um brot á hegningarlögum, sem varðar getur fangelsisvist, er ekki ábyrgðarhluti að halda slíku fram? „Jú, það er að sjálfsögðu. Við veltum þessu fyrir okkur lengi, hvort við ættum að grípa til þessara aðgerða. En okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða“, segir Þorsteinn Már.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags ÍslandsSkúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt fyrir dómara að verjast í málum sem þessum. „Hins vegar er það þannig að dómarinn og dómstólar eiga mjög erfitt með að svara svona ásökunum opinberlega. Þess vegna eru svo ásakanir, þegar þær eru settar fram með ákveðnum hætti, til þess fallnar að sá efasemdum og jafnvel rýra traust almennings á dómstólum, og það er það sem vekur áhyggjur í þessu máli öllu saman“, segir Skúli. Skúli bendir á að hver sá sem telur að dómari hafi gert á hlut sinn, geti beint slíkum aðfinnslum til nefndar um störf dómara. „Það er svona hinn eðlilegi farvegur fyrir ásakanir gegn dómurum vegna þess að lögreglan á ekki að endurskoða athafnir dómstóla, það er eitthvað sem við viljum ekki.“ Tengdar fréttir Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að dótturfélag Samherja hefði lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómara sem veitti Seðlabankanum húsleitarheimild hjá fyrirtækinu í mars árið 2012. Dómarinn hefur um árabil starfað sem héraðsdómari en er nú settur dómari við Hæstarétt Íslands. Í kæru dótturfélags Samherja kemur fram að félagið telji meðferð dómarans, varðandi kröfur um húsleitir og haldlagningu, hafa verið andstæða lögum. Dómarinn hafi með háttsemi sinni brotið gegn 131. gr. almennra hegningarlaga en brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir augljóst að lög hafi verið brotin í málinu. „Við teljum að dómari hafi komist að rangri niðurstöðu og að það hafi verið brotin lög á okkur. Við erum einfaldlega að leita réttar okkar því við teljum að dómstólar þurfi að fara að lögum eins og aðrir“, segir Þorsteinn.Það að saka hæstaréttardómara um brot á hegningarlögum, sem varðar getur fangelsisvist, er ekki ábyrgðarhluti að halda slíku fram? „Jú, það er að sjálfsögðu. Við veltum þessu fyrir okkur lengi, hvort við ættum að grípa til þessara aðgerða. En okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða“, segir Þorsteinn Már.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags ÍslandsSkúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt fyrir dómara að verjast í málum sem þessum. „Hins vegar er það þannig að dómarinn og dómstólar eiga mjög erfitt með að svara svona ásökunum opinberlega. Þess vegna eru svo ásakanir, þegar þær eru settar fram með ákveðnum hætti, til þess fallnar að sá efasemdum og jafnvel rýra traust almennings á dómstólum, og það er það sem vekur áhyggjur í þessu máli öllu saman“, segir Skúli. Skúli bendir á að hver sá sem telur að dómari hafi gert á hlut sinn, geti beint slíkum aðfinnslum til nefndar um störf dómara. „Það er svona hinn eðlilegi farvegur fyrir ásakanir gegn dómurum vegna þess að lögreglan á ekki að endurskoða athafnir dómstóla, það er eitthvað sem við viljum ekki.“
Tengdar fréttir Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent