„Augljóst lögbrot“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júní 2014 19:15 Fréttablaðið greindi frá því í morgun að dótturfélag Samherja hefði lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómara sem veitti Seðlabankanum húsleitarheimild hjá fyrirtækinu í mars árið 2012. Dómarinn hefur um árabil starfað sem héraðsdómari en er nú settur dómari við Hæstarétt Íslands. Í kæru dótturfélags Samherja kemur fram að félagið telji meðferð dómarans, varðandi kröfur um húsleitir og haldlagningu, hafa verið andstæða lögum. Dómarinn hafi með háttsemi sinni brotið gegn 131. gr. almennra hegningarlaga en brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir augljóst að lög hafi verið brotin í málinu. „Við teljum að dómari hafi komist að rangri niðurstöðu og að það hafi verið brotin lög á okkur. Við erum einfaldlega að leita réttar okkar því við teljum að dómstólar þurfi að fara að lögum eins og aðrir“, segir Þorsteinn.Það að saka hæstaréttardómara um brot á hegningarlögum, sem varðar getur fangelsisvist, er ekki ábyrgðarhluti að halda slíku fram? „Jú, það er að sjálfsögðu. Við veltum þessu fyrir okkur lengi, hvort við ættum að grípa til þessara aðgerða. En okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða“, segir Þorsteinn Már.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags ÍslandsSkúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt fyrir dómara að verjast í málum sem þessum. „Hins vegar er það þannig að dómarinn og dómstólar eiga mjög erfitt með að svara svona ásökunum opinberlega. Þess vegna eru svo ásakanir, þegar þær eru settar fram með ákveðnum hætti, til þess fallnar að sá efasemdum og jafnvel rýra traust almennings á dómstólum, og það er það sem vekur áhyggjur í þessu máli öllu saman“, segir Skúli. Skúli bendir á að hver sá sem telur að dómari hafi gert á hlut sinn, geti beint slíkum aðfinnslum til nefndar um störf dómara. „Það er svona hinn eðlilegi farvegur fyrir ásakanir gegn dómurum vegna þess að lögreglan á ekki að endurskoða athafnir dómstóla, það er eitthvað sem við viljum ekki.“ Tengdar fréttir Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að dótturfélag Samherja hefði lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómara sem veitti Seðlabankanum húsleitarheimild hjá fyrirtækinu í mars árið 2012. Dómarinn hefur um árabil starfað sem héraðsdómari en er nú settur dómari við Hæstarétt Íslands. Í kæru dótturfélags Samherja kemur fram að félagið telji meðferð dómarans, varðandi kröfur um húsleitir og haldlagningu, hafa verið andstæða lögum. Dómarinn hafi með háttsemi sinni brotið gegn 131. gr. almennra hegningarlaga en brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir augljóst að lög hafi verið brotin í málinu. „Við teljum að dómari hafi komist að rangri niðurstöðu og að það hafi verið brotin lög á okkur. Við erum einfaldlega að leita réttar okkar því við teljum að dómstólar þurfi að fara að lögum eins og aðrir“, segir Þorsteinn.Það að saka hæstaréttardómara um brot á hegningarlögum, sem varðar getur fangelsisvist, er ekki ábyrgðarhluti að halda slíku fram? „Jú, það er að sjálfsögðu. Við veltum þessu fyrir okkur lengi, hvort við ættum að grípa til þessara aðgerða. En okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða“, segir Þorsteinn Már.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags ÍslandsSkúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt fyrir dómara að verjast í málum sem þessum. „Hins vegar er það þannig að dómarinn og dómstólar eiga mjög erfitt með að svara svona ásökunum opinberlega. Þess vegna eru svo ásakanir, þegar þær eru settar fram með ákveðnum hætti, til þess fallnar að sá efasemdum og jafnvel rýra traust almennings á dómstólum, og það er það sem vekur áhyggjur í þessu máli öllu saman“, segir Skúli. Skúli bendir á að hver sá sem telur að dómari hafi gert á hlut sinn, geti beint slíkum aðfinnslum til nefndar um störf dómara. „Það er svona hinn eðlilegi farvegur fyrir ásakanir gegn dómurum vegna þess að lögreglan á ekki að endurskoða athafnir dómstóla, það er eitthvað sem við viljum ekki.“
Tengdar fréttir Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00