Innlent

Þriðjungs samdráttur fyrir 2020

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/þröstur
Ísland þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 31 prósent fyrir árið 2020 samkvæmt nýju samkomulagi sem samninganefndir Íslands og ESB hafa undirritað og er hluti af Kýótó-bókuninni. Helmingi þessa markmiðs á að ná með skógrækt og landgræðslu og stefnt er að því að draga úr losuninni meðal annars með betri orkunýtingu og með því að Íslendingar kaupi losunarheimildir.

Á næstu sex árum er Íslendingum gert að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um þriðjung, að undanskilinni stóriðjulosun, en hún tilheyrir kolefnismarkaði Evrópuþjóða. Íslendingar losuðu um 2,78 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum árið 2012 en í samkomulaginu stendur að þetta skuli lækka niður í 1,98 milljónir tonna fram til ársins 2020.

Samkvæmt Skógrækt ríkisins er landrými til bindingar kolefnis í skógi á Íslandi nægt en um tólf þúsund ferkílómetrar landsins eru ógróin eða illa gróin láglendissvæði og því auðvelt að rækta nytjaskóg. Dæmi má finna í Þjórsárdal, á Markarfljótsaurum, í Kelduhverfi, á Hólasandi, Hálsmelum í Fnjóskadal og víðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×