Sport

Eitt Íslandsmet féll í hitanum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Frá æfingu í gær
Frá æfingu í gær mynd/gunnlaugur júlíusson
Íslenska boðhlaupssveitin í 4x100 metra hlaupi karla bætti 18 ára gamalt Íslandsmet í Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Georgíu í dag. Sveitin hljóp á 40,84 sekúndum.

Gríðarlegur hiti er í Georgíu. Yfir 30 stig og heiðskírt. Það var því ekki búist við því að mörg met myndu falla en Kolbeinn Höður Gunnarsson, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Ari Bragi Kárason og Juan Ramon Borges Bosque gerðu sér lítið fyrir slógu gamla metið í 4x100 metra boðhlaupinu frá 1996 sem var 41,19.

Nýja metið dugði sveitinni í annað sætið í greininni en tveir íslenskir keppendur unnu keppni sína.

Kristinn Torfason vann langstökkið þegar hann flaug 7,62 metra og Hafdís Sigurðardóttir vann 400 metra hlaup kvenna á 55,07 sekúndum.

Staðan eftir fyrri keppnisdag liggur ekki fyrir og enn eru ekki komin staðfest úrslit í öllum greinum þar sem úrslitaþjónusta staðhaldara í Tiblisi í Georgíu er ekki boðleg fyrir mót af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×