Innlent

Á þriðja tug kærðir á Secret Solstice fyrir vörslu fíkniefna

Bjarki Ármannsson skrifar
Gestir hátíðarinnar í gær eru taldir hafa verið um sex þúsund talsins.
Gestir hátíðarinnar í gær eru taldir hafa verið um sex þúsund talsins. Vísir/Andri Marinó
Á þriðja tug einstaklinga voru kærðir fyrir vörslu fíkniefna á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í gærkvöldi og í nótt. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Að auki voru tveir ungir menn handteknir í Laugardalnum í gærkvöldi grunaðir um vörslu fíkniefna. Þeir eru báðir vistaðir í fangageymslu lögreglu en annar þeirra er sagður hafa verið í mjög annarlegu ástandi.


Tengdar fréttir

Næturgæsla í Húsdýragarðinum aukin

Hávaði, skvaldur og fólk í misgóðu ástandi er einn fylgifiskur tónlistar- og útihátíða og verður tónlistarhátíðin Secret Solstice líklega ekki undanskilin því.

Hátt í 500 starfsmenn á Secret Solstice

Carmen Jóhannsdóttir aðstoðarframleiðslustjóri fer yfir hvað verður hvar fyrsta þættinum af Secret Solstice: Upphitun, sem sýndur er hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×