Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 2-1 | Stjarnan tyllti sér á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2014 00:01 Vísir/Daníel Stjarnan komst á topp Pepsi-deildarinnar eftir 2-1 sigur á Fjölnir á Samsung-vellinum í kvöld. Staðan í hálfleik var 1-0. Fjölnismenn voru ekki lakari aðilinn úti á vellinum í fyrri hálfleik, en sóknarleikur þeirra var ákaflega bitlaus og ekki jafn kraftmikill og hann hefur oft verið í flestum leikjum sumarsins. Hvorugur kantmanna liðsins, Aron Sigurðarson og Viðar Ari Jónsson, komst inn í leikinn og fyrir vikið fékk fremsti maður gestanna, Þórir Guðjónsson, litla þjónustu.Martin Rauschenberg og Daníel Laxdal, miðverðir Stjörnunnar áttu ekki í miklum vandræðum með að ráða við sóknir gestanna og markvörðurinn Ingvar Jónsson sá um það litla sem slapp í gegnum Stjörnuvörnina. Heimamenn buðu heldur ekki upp á neinar leiftursóknir, en það skapaðist þó jafnan meiri hætta þegar þeir komust á síðasta þriðjunginn en gestirnir. Veigar Páll Gunnarsson minnti reglulega á sig og Jeppe Hansen var sterkur við hlið hans í framlínunni. Sá síðarnefndi skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 17. mínútu þegar hann slapp einn innfyrir Fjölnisvörnina, lék á Þórð Ingason í markinu og renndi boltanum í netið. Skömmu síðar hafði verið dæmt mark af Fjölnismönnum, sem var líklega réttur dómur. Fjölnismenn byrjuðu seinni hálfleikinn af talsverðum krafti og settu Stjörnuvörnina undir pressu sem skilaði árangri á 55. mínútu þegar fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson stýrði boltanum í netið eftir mikinn barning í vítateig Stjörnunnar í kjölfar hornspyrnu. Þetta var fyrsta mark Bergsveins í efstu deild. Fátt markvert gerðist næstu mínúturnar eða allt þar til Ólafur Karl Finsen, sem hafði ekkert sést í leiknum, sendi Hansen í gegnum Fjölnisvörnina. Bergsveini tókst hins vegar að þrengja færið og Þórður varði skot Danans. Lokakafli leiksins einkenndist af mikilli baráttu og hvorugt liðið náði almennilegri stjórn á leiknum. Sóknarleikur heimamanna var hugmyndasnauður með afbrigðum og síðustu 20 mínútur leiksins gerðu þeir lítið annað að sparka boltanum hátt og langt fram með litlum árangri. Leikurinn virtist vera að fjara út þegar Stjörnumenn fengu hornspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hana tók Veigar Páll. Hann sendi boltann á Daníel - besta mann vallarins - sem skallaði boltann í stöngina, en varamaðurinn Garðar Jóhannsson var réttur maður á réttum stað, kom boltanum yfir línuna og tryggði Garðbæingnum gríðarlega mikilvægan sigur í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Stjarnan er nú með 19 stig á toppi deildarinnar, einu stigi á undan FH sem leikur gegn Fram á morgun. Fjölnismenn töpuðu sínum þriðja leik í deildinni í röð, en það hefur heldur hallað undan fæti hjá þeim eftir góða byrjun í vor.Ingvar: Danni flaug eins og Jordan "Það er ansi sætt að vera á toppnum, það er þar sem við viljum vera og vonandi verður það svo," sagði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar eftir sigur Garðbæinga á Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. En hvað fannst Ingvari um leik hans manna? "Við byrjuðum af krafti, en síðan dró af okkur, eins við værum að bíða eftir að fá á okkur mark til að vakna aftur. "Þetta var frekar slakur leikur af okkar hálfu, að mér fannst, fyrir utan fyrstu 20 mínúturnar. En það var sætt að stela þessu í lokin. "Þetta var kannski ekkert svakalega sanngjarnt, en það var mikilvægt að vinna þennan leik," sagði Ingvar sem var ánægður með að hafa unnið jafnan leik. "Það er gríðarlega mikilvægt. Jafnteflin telja lítið, sérstaklega ef þú gerir mörg, þannig að það var mjög sterkt að vinna þennan leik og mikilvægt fyrir sjálfstraustið," sagði markvörðurinn, en hafði hann trú á því að hans mönnum tækist að skora sigurmarkið undir lok leiksins? "Við fengum hornspyrnu á síðustu sekúndunum og þá fer ósjálfrátt smá taugaveiklun um þá. Við höfðum trú á þessu. Danni (Laxdal) flaug eins og Jordan í teignum og setti hann í stöngina og Garðar fylgdi vel eftir."Ágúst:Gríðarlega ánægður með seinni hálfleikinn "Þetta var erfiður leikur, en mér fannst vera jafnræði með liðunum," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir hans manna fyrir Stjörnunni í kvöld. "Þeir komust í 1-0 í fyrri hálfleik en við komum sterkir til leiks í seinni hálfleik. Ég er gífurlega ánægður með seinni hálfleikinn, að hafa náð að komast inn í leikinn og jafna metin. "Við áttum góða möguleika til að skora og vinna leikinn en svo missum við einbeitinguna í lokin og fáum á okkur mark í andlitið," sagði Ágúst, en Fjölnisliðið spilaði mjög vel í upphafi seinni hálfleiks. "Við þurftum að jafna leikinn og reyndum að sækja hratt á þá. Við jöfnuðum leikinn fljótlega og fengum nokkur tækifæri til að klára leikinn, en fáum svo á okkur þetta skelfilega mark í lokin sem skildi á milli," sagði Ágúst. Fjölnir hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum og það hefur heldur sigið á ógæfuhliðina eftir gott gengi í byrjun móts. Ágúst segist þó ekki vera farinn að hafa áhyggjur. "Nei, alls ekki. Það er í raun bara einn hálfleikur sem hefur verið slakur hjá okkur; á móti Fram. Hinir leikirnir hafa verið jafnir og við höfum verið inni í þeim öllum, þannig að ég er enn slakur," sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-3 | Gary Martin með tvö mörk í endurkomu KR Gary Martin skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslandsmeistara KR í Eyjum í kvöld þegar liðin mættust í 9. umferð Pepsi-deildar karla. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Breiðablik 1-0 | Níu Víkingar lögðu Breiðablik að velli Víkingur vann þriðja leik sinn í röð í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Breiðablik 1-0 á heimavelli sínum í Víkinni. Pape Mamadou Faye skoraði sigurmarkið á 15. mínútu. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: Þór - Valur 0-1 | Haukur Páll tryggði Val þrjú stig Haukur Páll tryggði Valsmönnum þrjú stig í bragðdaufum leik fyrir norðan í 9. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Keflavík 2-4 | Arfaslakir Fylkismenn engin fyrirstaða Það er ekkert annað en hörð fallbarátta sem blasir við Árbæingum miðað við frammistöðu kvöldsins. 22. júní 2014 00:01 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Stjarnan komst á topp Pepsi-deildarinnar eftir 2-1 sigur á Fjölnir á Samsung-vellinum í kvöld. Staðan í hálfleik var 1-0. Fjölnismenn voru ekki lakari aðilinn úti á vellinum í fyrri hálfleik, en sóknarleikur þeirra var ákaflega bitlaus og ekki jafn kraftmikill og hann hefur oft verið í flestum leikjum sumarsins. Hvorugur kantmanna liðsins, Aron Sigurðarson og Viðar Ari Jónsson, komst inn í leikinn og fyrir vikið fékk fremsti maður gestanna, Þórir Guðjónsson, litla þjónustu.Martin Rauschenberg og Daníel Laxdal, miðverðir Stjörnunnar áttu ekki í miklum vandræðum með að ráða við sóknir gestanna og markvörðurinn Ingvar Jónsson sá um það litla sem slapp í gegnum Stjörnuvörnina. Heimamenn buðu heldur ekki upp á neinar leiftursóknir, en það skapaðist þó jafnan meiri hætta þegar þeir komust á síðasta þriðjunginn en gestirnir. Veigar Páll Gunnarsson minnti reglulega á sig og Jeppe Hansen var sterkur við hlið hans í framlínunni. Sá síðarnefndi skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 17. mínútu þegar hann slapp einn innfyrir Fjölnisvörnina, lék á Þórð Ingason í markinu og renndi boltanum í netið. Skömmu síðar hafði verið dæmt mark af Fjölnismönnum, sem var líklega réttur dómur. Fjölnismenn byrjuðu seinni hálfleikinn af talsverðum krafti og settu Stjörnuvörnina undir pressu sem skilaði árangri á 55. mínútu þegar fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson stýrði boltanum í netið eftir mikinn barning í vítateig Stjörnunnar í kjölfar hornspyrnu. Þetta var fyrsta mark Bergsveins í efstu deild. Fátt markvert gerðist næstu mínúturnar eða allt þar til Ólafur Karl Finsen, sem hafði ekkert sést í leiknum, sendi Hansen í gegnum Fjölnisvörnina. Bergsveini tókst hins vegar að þrengja færið og Þórður varði skot Danans. Lokakafli leiksins einkenndist af mikilli baráttu og hvorugt liðið náði almennilegri stjórn á leiknum. Sóknarleikur heimamanna var hugmyndasnauður með afbrigðum og síðustu 20 mínútur leiksins gerðu þeir lítið annað að sparka boltanum hátt og langt fram með litlum árangri. Leikurinn virtist vera að fjara út þegar Stjörnumenn fengu hornspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hana tók Veigar Páll. Hann sendi boltann á Daníel - besta mann vallarins - sem skallaði boltann í stöngina, en varamaðurinn Garðar Jóhannsson var réttur maður á réttum stað, kom boltanum yfir línuna og tryggði Garðbæingnum gríðarlega mikilvægan sigur í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Stjarnan er nú með 19 stig á toppi deildarinnar, einu stigi á undan FH sem leikur gegn Fram á morgun. Fjölnismenn töpuðu sínum þriðja leik í deildinni í röð, en það hefur heldur hallað undan fæti hjá þeim eftir góða byrjun í vor.Ingvar: Danni flaug eins og Jordan "Það er ansi sætt að vera á toppnum, það er þar sem við viljum vera og vonandi verður það svo," sagði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar eftir sigur Garðbæinga á Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. En hvað fannst Ingvari um leik hans manna? "Við byrjuðum af krafti, en síðan dró af okkur, eins við værum að bíða eftir að fá á okkur mark til að vakna aftur. "Þetta var frekar slakur leikur af okkar hálfu, að mér fannst, fyrir utan fyrstu 20 mínúturnar. En það var sætt að stela þessu í lokin. "Þetta var kannski ekkert svakalega sanngjarnt, en það var mikilvægt að vinna þennan leik," sagði Ingvar sem var ánægður með að hafa unnið jafnan leik. "Það er gríðarlega mikilvægt. Jafnteflin telja lítið, sérstaklega ef þú gerir mörg, þannig að það var mjög sterkt að vinna þennan leik og mikilvægt fyrir sjálfstraustið," sagði markvörðurinn, en hafði hann trú á því að hans mönnum tækist að skora sigurmarkið undir lok leiksins? "Við fengum hornspyrnu á síðustu sekúndunum og þá fer ósjálfrátt smá taugaveiklun um þá. Við höfðum trú á þessu. Danni (Laxdal) flaug eins og Jordan í teignum og setti hann í stöngina og Garðar fylgdi vel eftir."Ágúst:Gríðarlega ánægður með seinni hálfleikinn "Þetta var erfiður leikur, en mér fannst vera jafnræði með liðunum," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir hans manna fyrir Stjörnunni í kvöld. "Þeir komust í 1-0 í fyrri hálfleik en við komum sterkir til leiks í seinni hálfleik. Ég er gífurlega ánægður með seinni hálfleikinn, að hafa náð að komast inn í leikinn og jafna metin. "Við áttum góða möguleika til að skora og vinna leikinn en svo missum við einbeitinguna í lokin og fáum á okkur mark í andlitið," sagði Ágúst, en Fjölnisliðið spilaði mjög vel í upphafi seinni hálfleiks. "Við þurftum að jafna leikinn og reyndum að sækja hratt á þá. Við jöfnuðum leikinn fljótlega og fengum nokkur tækifæri til að klára leikinn, en fáum svo á okkur þetta skelfilega mark í lokin sem skildi á milli," sagði Ágúst. Fjölnir hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum og það hefur heldur sigið á ógæfuhliðina eftir gott gengi í byrjun móts. Ágúst segist þó ekki vera farinn að hafa áhyggjur. "Nei, alls ekki. Það er í raun bara einn hálfleikur sem hefur verið slakur hjá okkur; á móti Fram. Hinir leikirnir hafa verið jafnir og við höfum verið inni í þeim öllum, þannig að ég er enn slakur," sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-3 | Gary Martin með tvö mörk í endurkomu KR Gary Martin skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslandsmeistara KR í Eyjum í kvöld þegar liðin mættust í 9. umferð Pepsi-deildar karla. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Breiðablik 1-0 | Níu Víkingar lögðu Breiðablik að velli Víkingur vann þriðja leik sinn í röð í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Breiðablik 1-0 á heimavelli sínum í Víkinni. Pape Mamadou Faye skoraði sigurmarkið á 15. mínútu. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: Þór - Valur 0-1 | Haukur Páll tryggði Val þrjú stig Haukur Páll tryggði Valsmönnum þrjú stig í bragðdaufum leik fyrir norðan í 9. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Keflavík 2-4 | Arfaslakir Fylkismenn engin fyrirstaða Það er ekkert annað en hörð fallbarátta sem blasir við Árbæingum miðað við frammistöðu kvöldsins. 22. júní 2014 00:01 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-3 | Gary Martin með tvö mörk í endurkomu KR Gary Martin skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslandsmeistara KR í Eyjum í kvöld þegar liðin mættust í 9. umferð Pepsi-deildar karla. 22. júní 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Breiðablik 1-0 | Níu Víkingar lögðu Breiðablik að velli Víkingur vann þriðja leik sinn í röð í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Breiðablik 1-0 á heimavelli sínum í Víkinni. Pape Mamadou Faye skoraði sigurmarkið á 15. mínútu. 22. júní 2014 00:01
Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: Þór - Valur 0-1 | Haukur Páll tryggði Val þrjú stig Haukur Páll tryggði Valsmönnum þrjú stig í bragðdaufum leik fyrir norðan í 9. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 22. júní 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Keflavík 2-4 | Arfaslakir Fylkismenn engin fyrirstaða Það er ekkert annað en hörð fallbarátta sem blasir við Árbæingum miðað við frammistöðu kvöldsins. 22. júní 2014 00:01