Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-3 | Gary Martin með tvö mörk í endurkomu KR Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 22. júní 2014 00:01 Gary Martin. Vísir/Daníel KR-ingar sóttu þrjú stig til Vestmannaeyja með þvílíkri endurkomu eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Með góðum seinni hálfleik og góðum skiptingum tókst KR-ingum að snúa taflinu við í seinni hálfleik. Eyjamenn mættu miklu grimmari í leikinn og létu KR-inga finna fyrir því strax á upphafsmínútum leiksins. Tveir leikmenn þeirra voru komnir með gult spjald eftir innan við tíu mínútna leik og virtust gestirnir verða hræddir við sterka Eyjamenn. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk Dean Martin boltann við endalínuna og sendi inn á markteig þar sem Jonathan Glenn, einn heitasti framherji landsins í dag skallaði boltann í netið. Stefán Logi Magnússon markvörður KR-inga lét Þorvald Árnason, dómara leiksins, heyra nokkur vel valin orð en hann vildi meina að Glenn hafi brotið á honum. Annað skot Eyjamanna í leiknum kom svo nokkrum mínútum seinna þegar að Víðir Þorvarðarson vann boltann af harðfylgi og negldi honum í slána og inn af sirka 25 metra færi. Eyjamenn því komnir tveimur mörkum yfir á móti Íslandsmeisturunum sem höfðu þó leikið betur í byrjun hálfleiksins. Þegar langt var liðið á uppbótartíma í fyrri hálfleik minnkaði Gary Martin muninn með skallamarki eftir sendingu Hauks Heiðars Haukssonar af hægri kantinum. Það er oft talað um að þriðja markið í leikjum sé mikilvægast en einnig getur verið gott að skora rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Markið virkaði eins og spark í rassinn fyrir KR-inga því þeir mættu tvíefldir í seinni hálfleik og tóku völdin á ný.Atla Sigurjónssyni var skipt af velli þegar rúmur hálftími var eftir en þá kom Kjartan Henry Finnbogason inn á. Kjartan hefur reynst Eyjamönnum erfiður seinustu ár en hann er vanur því að skora í Vestmannaeyjum. Stuttu fyrir leikslok átti Gonzalo Balbi flotta sendingu fyrir markið og enginn annar en Kjartan Henry var mættur og hann skilaði boltanum upp í þaknetið. Það var svo Gary Martin sem kláraði leikinn með sínu öðru skallamarki á 89. mínútu en þá hafði Kjartan Henry komið boltanum á Martin sem þakkaði fyrir sig. Ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni þar sem gestirnir voru, slík voru fagnaðarlætin. Með sigrinum lyfta KR-ingar sér í þriðja sæti deildarinnar en Eyjamenn sitja enn sigurlausir á botni deildarinnar.Sigurður Ragnar: Fannst við eiga að fá víti „Maður er aldrei sáttur ef að maður tapar. KR-ingar spiluðu frábærlega oft á tíðum í dag. Við áttum frábæran fyrri hálfleik á móti þeim og skoruðum tvö glæsileg mörk. Mér fannst við eiga að fá víti líka þar sem að Jonathan var kominn framhjá Stefáni Loga sem tekur hann niður,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Eyjamanna, eftir grátlegt tap gegn KR-ingum á heimavelli í dag. „Við erum ekki brosandi núna eftir leikinn, KR-ingar spiluðu seinni hálfleikinn mjög vel og settu okkur undir mikla pressu, við náðum ekki að verjast henni nógu vel.“ „Við spiluðum fyrri hálfleikinn mjög vel og vorum betri aðilinn í leiknum og ræddum um að spila á svipaðan hátt í seinni hálfleikinn. Að halda forystu á móti KR eins og þeir spiluðu í dag er mjög erfitt,“ sagði Sigurður en KR-ingar pressuðu hátt á vellinum og bjuggu sér til fjölmörg færi. Matt Garner spilaði ekki í dag en hann tognaði aftan í læri í seinasta leik. „Matt er búinn að vera góður í sumar og er frábær leikmaður. Hann er leiðtogi í okkar hóp, við söknuðum hans og vonandi verður hann búinn að ná sér fyrir næsta leik.“Rúnar: Kjartan Henry nýtti sénsinn fullkomlega „Þetta var frábær sigur og erfiður leikur. Við lentum undir eftir að við byrjuðum frábærlega í þessum leik en náðum ekki að skapa okkur afgerandi færi. Það skapaðist smá værukærð og menn gleymdu sér eitt augnablik og fyrir vikið skoruðu Eyjamenn tvö mörk á stuttum tíma og komu okkur í mikil vandræði,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, eftir góðan sigur í Vestmannaeyjum. „Sem betur fer náðum við að minnka muninn rétt fyrir hálfleik, sem var gríðarlega mikilvægt því að við fórum með örlítið meira sjálfstraust inn í hálfleikinn en við hefðum gert.“ „Við urðum að vinna til að halda áfram að reyna að nálgast þau lið sem eru fyrir ofan okkur og erum ánægðir með það. Það er alltaf erfitt að koma til Vestmannaeyja og þeir voru frábærir í dag á köflum, heilt yfir getum við sagt að þetta hafi verið sanngjörn úrslit,“ sagði Rúnar sem var gríðarlega ánægður með karakter sinna manna í dag. „Bæði Kjartan og Emil eiga hrós skilið, þó að Emil hafi spilað lítið þá breytti hann miklu fyrir okkur. Kjartan var mjög góður og er stórhættulegur, búinn að æfa vel síðustu daga og við gáfum honum sénsinn aftur og hann nýtti hann fullkomlega.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
KR-ingar sóttu þrjú stig til Vestmannaeyja með þvílíkri endurkomu eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Með góðum seinni hálfleik og góðum skiptingum tókst KR-ingum að snúa taflinu við í seinni hálfleik. Eyjamenn mættu miklu grimmari í leikinn og létu KR-inga finna fyrir því strax á upphafsmínútum leiksins. Tveir leikmenn þeirra voru komnir með gult spjald eftir innan við tíu mínútna leik og virtust gestirnir verða hræddir við sterka Eyjamenn. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk Dean Martin boltann við endalínuna og sendi inn á markteig þar sem Jonathan Glenn, einn heitasti framherji landsins í dag skallaði boltann í netið. Stefán Logi Magnússon markvörður KR-inga lét Þorvald Árnason, dómara leiksins, heyra nokkur vel valin orð en hann vildi meina að Glenn hafi brotið á honum. Annað skot Eyjamanna í leiknum kom svo nokkrum mínútum seinna þegar að Víðir Þorvarðarson vann boltann af harðfylgi og negldi honum í slána og inn af sirka 25 metra færi. Eyjamenn því komnir tveimur mörkum yfir á móti Íslandsmeisturunum sem höfðu þó leikið betur í byrjun hálfleiksins. Þegar langt var liðið á uppbótartíma í fyrri hálfleik minnkaði Gary Martin muninn með skallamarki eftir sendingu Hauks Heiðars Haukssonar af hægri kantinum. Það er oft talað um að þriðja markið í leikjum sé mikilvægast en einnig getur verið gott að skora rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Markið virkaði eins og spark í rassinn fyrir KR-inga því þeir mættu tvíefldir í seinni hálfleik og tóku völdin á ný.Atla Sigurjónssyni var skipt af velli þegar rúmur hálftími var eftir en þá kom Kjartan Henry Finnbogason inn á. Kjartan hefur reynst Eyjamönnum erfiður seinustu ár en hann er vanur því að skora í Vestmannaeyjum. Stuttu fyrir leikslok átti Gonzalo Balbi flotta sendingu fyrir markið og enginn annar en Kjartan Henry var mættur og hann skilaði boltanum upp í þaknetið. Það var svo Gary Martin sem kláraði leikinn með sínu öðru skallamarki á 89. mínútu en þá hafði Kjartan Henry komið boltanum á Martin sem þakkaði fyrir sig. Ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni þar sem gestirnir voru, slík voru fagnaðarlætin. Með sigrinum lyfta KR-ingar sér í þriðja sæti deildarinnar en Eyjamenn sitja enn sigurlausir á botni deildarinnar.Sigurður Ragnar: Fannst við eiga að fá víti „Maður er aldrei sáttur ef að maður tapar. KR-ingar spiluðu frábærlega oft á tíðum í dag. Við áttum frábæran fyrri hálfleik á móti þeim og skoruðum tvö glæsileg mörk. Mér fannst við eiga að fá víti líka þar sem að Jonathan var kominn framhjá Stefáni Loga sem tekur hann niður,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Eyjamanna, eftir grátlegt tap gegn KR-ingum á heimavelli í dag. „Við erum ekki brosandi núna eftir leikinn, KR-ingar spiluðu seinni hálfleikinn mjög vel og settu okkur undir mikla pressu, við náðum ekki að verjast henni nógu vel.“ „Við spiluðum fyrri hálfleikinn mjög vel og vorum betri aðilinn í leiknum og ræddum um að spila á svipaðan hátt í seinni hálfleikinn. Að halda forystu á móti KR eins og þeir spiluðu í dag er mjög erfitt,“ sagði Sigurður en KR-ingar pressuðu hátt á vellinum og bjuggu sér til fjölmörg færi. Matt Garner spilaði ekki í dag en hann tognaði aftan í læri í seinasta leik. „Matt er búinn að vera góður í sumar og er frábær leikmaður. Hann er leiðtogi í okkar hóp, við söknuðum hans og vonandi verður hann búinn að ná sér fyrir næsta leik.“Rúnar: Kjartan Henry nýtti sénsinn fullkomlega „Þetta var frábær sigur og erfiður leikur. Við lentum undir eftir að við byrjuðum frábærlega í þessum leik en náðum ekki að skapa okkur afgerandi færi. Það skapaðist smá værukærð og menn gleymdu sér eitt augnablik og fyrir vikið skoruðu Eyjamenn tvö mörk á stuttum tíma og komu okkur í mikil vandræði,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, eftir góðan sigur í Vestmannaeyjum. „Sem betur fer náðum við að minnka muninn rétt fyrir hálfleik, sem var gríðarlega mikilvægt því að við fórum með örlítið meira sjálfstraust inn í hálfleikinn en við hefðum gert.“ „Við urðum að vinna til að halda áfram að reyna að nálgast þau lið sem eru fyrir ofan okkur og erum ánægðir með það. Það er alltaf erfitt að koma til Vestmannaeyja og þeir voru frábærir í dag á köflum, heilt yfir getum við sagt að þetta hafi verið sanngjörn úrslit,“ sagði Rúnar sem var gríðarlega ánægður með karakter sinna manna í dag. „Bæði Kjartan og Emil eiga hrós skilið, þó að Emil hafi spilað lítið þá breytti hann miklu fyrir okkur. Kjartan var mjög góður og er stórhættulegur, búinn að æfa vel síðustu daga og við gáfum honum sénsinn aftur og hann nýtti hann fullkomlega.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira