Einar Tönsberg semur fyrir lundafjölskyldu á Írlandi 20. júní 2014 16:30 Einar Tönsberg MYND/Björn Árnason Íslenski tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg semur tónlistina í nýrri írskri teiknimyndaþáttaröð, Puffin Rock. Þetta kemur fram í viðtali við tónlistarmanninn í Iceland Magazine í dag. Sögumaður verður írski leikarinn Chris O'Dowd, en serían fjallar um lundafjölskyldu sem búa á lítilli eyju skammt frá Írlandi. Einar segist í viðtalinu vera sá eini af þeim sem koma að seríunni sem hafi nokkru sinni séð lunda. Aðalsöguhetjan er lundinn Oona, sem lendir í allskyns ævintýrum á eyjunni í fylgd litla bróður síns, Baba. Serían er meðframleidd af Óskars-tilnefnda teiknimyndastúdíóinu Cartoon Saloon, Penguin Publishing og Dog Ears. Þættirnir verða alls 39 talsins, sjö mínútur hver og Penguin mun framleiða bækur og annan varning sem tengjast þáttunum. Einar hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2010 fyrir lag sitt Dreamin' með hljómsveitinni Feldberg. Hann á einnig sólóferil að baki, þar sem hann gengur undir nafninu Eberg. Einar hefur áður samið tónlist fyrir íslenskar þáttaraðir á borð við Hæ Gosa og Pressu. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum. Puffin-Rock-trailer from Dog Ears on Vimeo. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg semur tónlistina í nýrri írskri teiknimyndaþáttaröð, Puffin Rock. Þetta kemur fram í viðtali við tónlistarmanninn í Iceland Magazine í dag. Sögumaður verður írski leikarinn Chris O'Dowd, en serían fjallar um lundafjölskyldu sem búa á lítilli eyju skammt frá Írlandi. Einar segist í viðtalinu vera sá eini af þeim sem koma að seríunni sem hafi nokkru sinni séð lunda. Aðalsöguhetjan er lundinn Oona, sem lendir í allskyns ævintýrum á eyjunni í fylgd litla bróður síns, Baba. Serían er meðframleidd af Óskars-tilnefnda teiknimyndastúdíóinu Cartoon Saloon, Penguin Publishing og Dog Ears. Þættirnir verða alls 39 talsins, sjö mínútur hver og Penguin mun framleiða bækur og annan varning sem tengjast þáttunum. Einar hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2010 fyrir lag sitt Dreamin' með hljómsveitinni Feldberg. Hann á einnig sólóferil að baki, þar sem hann gengur undir nafninu Eberg. Einar hefur áður samið tónlist fyrir íslenskar þáttaraðir á borð við Hæ Gosa og Pressu. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum. Puffin-Rock-trailer from Dog Ears on Vimeo.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira