Innlent

Kjötborgarbræður Reykvíkingar ársins

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kaupmennirnir Gunnar og Kristján Jónassynir voru kjörnir Reykvíkingar ársins og fengu þeir því að renna fyrir fyrsta laxinn.
Kaupmennirnir Gunnar og Kristján Jónassynir voru kjörnir Reykvíkingar ársins og fengu þeir því að renna fyrir fyrsta laxinn.
Gunnar og Kristján Jónassynir, kaupmenn og eigendur verslunarinnar Kjötborgar við Ásvallagötu voru kjörnir Reykvíkingar ársins. Hefð er fyrir því að sá, eða þeir sem þann heiður hljóta, fái fyrstir manna að veiða í Elliðaá á ári hverju. Dagur B. Eggertsson opnaði Elliðaárnar og fengu bræðurnir að því loknu að renna fyrir fyrsta laxinn.

Auk bræðranna og borgarstjórans var Björn Blöndal, formaður borgarráðs og forystumenn Orkuveitu Reykjavíkur viðstaddir opnunina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×