Tvö kísilver að komast í höfn Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2014 20:00 Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. Jarðvegsframkvæmdir vegna kísilvers United Silicon í Helguvík hófust reyndar í maímánuði en áður hafði Landsvirkjun skýrt frá því að orkusamningur lægi fyrir. Þá hefur Landsvirkjun sett í gang undirbúningsframkvæmdir við orkuver á Þeistareykjum vegna fyrirhugaðs kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Hvorugt þessara verkefna er hins vegar í höfn en í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, á Stöð 2 í síðasta mánuði kom fram að enn ætti eftir að aflétta fyrirvörum vegna þessara samninga. Fyrirvörum vegna Helguvíkur átti að aflétta í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka nú í júní. Hörður tók þó fram að reynslan hefði sýnt að þetta geti hliðrast um einhverja mánuði en það réðist algerlega af viðsemjendum Landsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er nú stefnt að því að fyrirvörum vegna kísilvers United Silicon í Helguvík verði aflétt jafnvel fyrir lok þessarar viku. Af kísilverinu á Húsavík er það að frétta að von er á ráðamönnum PCC til landsins í byrjun júlímánaðar og standa vonir til þess að fyrir miðjan mánuðinn verði staðfest að framkvæmdir á Bakka fari í gang með haustinu.Útlitsteikning af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.Grafík/United Silicon.Vélarhljóðin eru hins vegar þegar farin að heyrast um Suðurnesin en í Helguvík er þessa dagana verið að fleyga klöppina á grunninum þar sem líklegt er að fyrsta kísilverið muni rísa, af hugsanlega fjórum verksmiðjum í þessum geira á Íslandi á næstu árum. Þar er gert ráð fyrir að kísilframleiðslan hefjist eftir tæp tvö ár, í byrjun sumars árið 2016. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. Jarðvegsframkvæmdir vegna kísilvers United Silicon í Helguvík hófust reyndar í maímánuði en áður hafði Landsvirkjun skýrt frá því að orkusamningur lægi fyrir. Þá hefur Landsvirkjun sett í gang undirbúningsframkvæmdir við orkuver á Þeistareykjum vegna fyrirhugaðs kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Hvorugt þessara verkefna er hins vegar í höfn en í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, á Stöð 2 í síðasta mánuði kom fram að enn ætti eftir að aflétta fyrirvörum vegna þessara samninga. Fyrirvörum vegna Helguvíkur átti að aflétta í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka nú í júní. Hörður tók þó fram að reynslan hefði sýnt að þetta geti hliðrast um einhverja mánuði en það réðist algerlega af viðsemjendum Landsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er nú stefnt að því að fyrirvörum vegna kísilvers United Silicon í Helguvík verði aflétt jafnvel fyrir lok þessarar viku. Af kísilverinu á Húsavík er það að frétta að von er á ráðamönnum PCC til landsins í byrjun júlímánaðar og standa vonir til þess að fyrir miðjan mánuðinn verði staðfest að framkvæmdir á Bakka fari í gang með haustinu.Útlitsteikning af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.Grafík/United Silicon.Vélarhljóðin eru hins vegar þegar farin að heyrast um Suðurnesin en í Helguvík er þessa dagana verið að fleyga klöppina á grunninum þar sem líklegt er að fyrsta kísilverið muni rísa, af hugsanlega fjórum verksmiðjum í þessum geira á Íslandi á næstu árum. Þar er gert ráð fyrir að kísilframleiðslan hefjist eftir tæp tvö ár, í byrjun sumars árið 2016.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers í beinu framahaldi af frágangi lóðar Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. 4. júní 2014 13:17
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45