Lífið

Kim og Kanye sögð vera á Íslandi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Vísir/AFP
Kim Kardashian og Kanye West eru sögð vera hér á landi. DV greindi frá því á fjórða tímanum að stjörnuparið hefði lent á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. Þar kemur einnig fram að þau hafi ferðast um landið ásamt sex öðrum.

Þar er einnig sagt frá því að Kim Kardashian, sem glímir við psoriasis-sjúkdóminn, ætli að fara í Bláa lónið.

Skömmu eftir að DV birti fréttina um veru parsins hér á landi birti Kim Kardashian mynd á instagram-síðu sinni af henni og Kanye. Með myndinni skrifaði hún: „Ég sakna hans svo mikið.“ og lét fylgja að Kanye væri á tónleikaferðalagi.

Bandarískir slúðurvefir hafa einnig sagt frá því að Kim Kardashian hafi verið í bíó í gærkvöldi og horft á myndina The Fault in Our Stars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.