Lífið

Sýnir frá enn einni brjóstastækkun í sjónvarpinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirsætan Janice Dickinson, 59 ára, fór í brjóststækkun fyrir stuttu og sýndi frá öllu ferlinu í nýja þættinum Botched á sjónvarpsstöðinni E! sem sýndur var í gærkvöldi.

Janice vildi gangast undir aðgerðina því henni fannst barmur hennar ekki nógu aðlaðandi. Þá vildi hún einnig láta laga hann því síðasta brjóstastækkun hennar misheppnaðist. 

Sylvester Stallone borgaði fyrir þær þannig að ég sló til,“ segir Janice um brjóstastækkanirnar sem hún hefur farið í í gegnum tíðina.

Þá hefur hún einnig farið í andlitslyftingu, svuntuaðgerð og augnbrúnalyftingu svo eitthvað sé nefnt.

Læknarnir Dr. Paul Nassif og Dr. Terry Dubrow framkvæmdu aðgerðina í Botched.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.