Lífið

Dolly Parton sló í gegn á Glastonbury

Dolly Parton naut sín á sviðinu.
Dolly Parton naut sín á sviðinu. Vísir/Getty
Kántrídrottningi Dolly Parton kom, sá og sigraði er hún kom frá á tónlistarhátíðinni Glastonbury um helgina. 

Langflestir tónleikagestir hlýddu á tónleika Parton af öllum á hátíðinni en Parton tróð upp sunnudeginum. Þetta var í fyrsta sinn sem kántrísöngkonan fræga kom fram á hátíðinni og var mikil eftirvænting hjá hátíðargestum. 

Parton tók marga af sínu frægustu slögurum á borð við 9 to 5, Islands in the Stream, I Will Alway Love You og Jolene en allt ætlaði um koll að keyra þegar hún tók síðastnefnda lagið. Sjá myndband af því hér að neðan. 

Parton var klædd í hvítu og pallíettum frá toppi til táar eins og henni einni er lagið sem og var hárið á henni skreytt demöntum. Í kjölfarið á tónleikunum fóru sögusagnir á kreik um að söngkonan hefði verið að mæma á sviðinu en talsmenn Parton hafa neitað alfarið fyrir það. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.