Var þyngst 137.5 kíló Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2014 15:00 Lífeindafræðingurinn Jóhanna Elísa er í viðtali á vefsíðunni Heilsutorg en hún bar sigur úr býtum í fyrstu seríu af Biggest Loser Ísland sem sýnd var á SkjáEinum fyrir stuttu. Jóhanna segist vera aðdáandi Biggest Loser-þáttanna. „Ég skráði mig í Biggest Loser af því að ég er aðdáandi bandarísku þáttanna, en hef líka horft á áströlsku og skandinavísku útgáfurnar. Ég var alveg viss um að ef ég færi í svona prógramm að þá ætti ég eftir að standa mig vel því eins og ég sagði í umsókninni minni í þáttinn að þá hef ég keppnisskap á við 10 manns og það hlýtur að koma sé vel í svona þætti þar sem allt snýst um keppnir og hver léttist mest,“ segir Jóhanna. Hún segist þyngst hafa verið 137,5 kíló í apríl í fyrra og að hún hafi glímt við kílóin mjög lengi. „Þyngdin hefur alltaf verið vandamál hjá mér, ég var þybbinn krakki enda mjög dugleg að borða og aldrei matvönd. Ég var um 85 kg þegar ég fermdist en léttist aðeins eftir fermingu. Ég missti svo öll tök á þyngdinni eftir að við Hörður fórum að búa saman um tvítugt og ég hætti að hreyfa mig á tímabili. Þá fór allt til fjandans.“ Jóhanna segist leyfa sér það hana langar í einu sinni í viku. „Eftir að þáttunum lauk þá hef ég verið að reyna að finna jafnvægi bæði í mataræði og hreyfingu. Ég var í gífurlega stífu prógrammi fram að loka þættinum og það var frekar erfitt fyrst að finna út hvað ég mætti borða eftir að þáttunum lauk án þess að þyngjast. ég held mig að mestu við sama fæðið en leyfi mér aðeins meira en ég gerði áður. Ég er t.d. með einn dag í viku þar sem ég fæ mér það sem mig langar í, en trúið mér ég er ekki lengur að detta í neitt svaka sukk og svínarí.“ Hún býður lesendum uppá góð ráð varðandi heilsurækt. „Ekki bíða með að taka af skarið og gera eitthvað í þínum málum. Byrjaðu strax. Þó svo að maður misstígi sig og fari út af sporinu þá er það alls engin ástæða til að hætta og gefast upp. Það gera allir mistök, maður þarf að læra af þeim og halda áfram. HALDA ÁFRAM! Það er það sem skiptir öllu máli. Verið jákvæð og ánægð með ykkur. Það er svo frábært að vera til, njótum þess!“ Viðtalið við Jóhönnu má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fleiri fréttir Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Sjá meira
Lífeindafræðingurinn Jóhanna Elísa er í viðtali á vefsíðunni Heilsutorg en hún bar sigur úr býtum í fyrstu seríu af Biggest Loser Ísland sem sýnd var á SkjáEinum fyrir stuttu. Jóhanna segist vera aðdáandi Biggest Loser-þáttanna. „Ég skráði mig í Biggest Loser af því að ég er aðdáandi bandarísku þáttanna, en hef líka horft á áströlsku og skandinavísku útgáfurnar. Ég var alveg viss um að ef ég færi í svona prógramm að þá ætti ég eftir að standa mig vel því eins og ég sagði í umsókninni minni í þáttinn að þá hef ég keppnisskap á við 10 manns og það hlýtur að koma sé vel í svona þætti þar sem allt snýst um keppnir og hver léttist mest,“ segir Jóhanna. Hún segist þyngst hafa verið 137,5 kíló í apríl í fyrra og að hún hafi glímt við kílóin mjög lengi. „Þyngdin hefur alltaf verið vandamál hjá mér, ég var þybbinn krakki enda mjög dugleg að borða og aldrei matvönd. Ég var um 85 kg þegar ég fermdist en léttist aðeins eftir fermingu. Ég missti svo öll tök á þyngdinni eftir að við Hörður fórum að búa saman um tvítugt og ég hætti að hreyfa mig á tímabili. Þá fór allt til fjandans.“ Jóhanna segist leyfa sér það hana langar í einu sinni í viku. „Eftir að þáttunum lauk þá hef ég verið að reyna að finna jafnvægi bæði í mataræði og hreyfingu. Ég var í gífurlega stífu prógrammi fram að loka þættinum og það var frekar erfitt fyrst að finna út hvað ég mætti borða eftir að þáttunum lauk án þess að þyngjast. ég held mig að mestu við sama fæðið en leyfi mér aðeins meira en ég gerði áður. Ég er t.d. með einn dag í viku þar sem ég fæ mér það sem mig langar í, en trúið mér ég er ekki lengur að detta í neitt svaka sukk og svínarí.“ Hún býður lesendum uppá góð ráð varðandi heilsurækt. „Ekki bíða með að taka af skarið og gera eitthvað í þínum málum. Byrjaðu strax. Þó svo að maður misstígi sig og fari út af sporinu þá er það alls engin ástæða til að hætta og gefast upp. Það gera allir mistök, maður þarf að læra af þeim og halda áfram. HALDA ÁFRAM! Það er það sem skiptir öllu máli. Verið jákvæð og ánægð með ykkur. Það er svo frábært að vera til, njótum þess!“ Viðtalið við Jóhönnu má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fleiri fréttir Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Sjá meira